Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2018 12:57 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Í tilkynningu Veðurstofu segir að framan við jökulinn séu nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Lítið jökulhlaup hafi brotist undan jöklinum og skilið eftir jakadreif, sem nái nokkur hundruð metra fram fyrir jökuljaðarinn. Ekki sjáist merki hlaupsins á vatnshæðarmælum eða skjálftamælum.150 metra djúpur „Hópur jeppamanna fór á staðinn 3. febrúar og gengu leiðangursmenn inn í botn íshellisins, sem er um 150 m langur. Þeir höfðu meðferðis gasmælitæki sem skráði styrk súrefnis, kolmónoxíðs, brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO2). Brennisteinsfýla fannst í hellinum og innst í honum mældist styrkur H2S um 60 ppm. Slíkur styrkur getur valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum ef dvalið er eina klukkustund eða lengur í svo menguðu lofti. Þess ber einnig að geta að fyrir 15 árum sást ketill myndaður af jarðhita á svipuðum stað í jöklinum og var þá mjög sterk brennisteinslykt á svæðinu. Ekki er því hægt að útiloka að virknin í hellinum færist í aukana. Rétt er að benda á að ofan við 20 ppm styrk brennisteinsvetnis (H2S) hætta margir að finna lyktina af því og ef styrkurinn fer yfir 100 ppm er lífshætta á ferðum. Því er óráðlegt að fara inn í þennan helli nema hafa með sér gasmælitæki sem gefur til kynna hvort styrkur hættulegra gastegunda sé yfir viðmiðunarmörkum. Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ segir í tilkynningu. Sérstaklega er bent á skýrslu á vef Vatnajökulsþjóðgarðs um sumar helstu hættur sem varast ber í íshellum. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Í tilkynningu Veðurstofu segir að framan við jökulinn séu nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Lítið jökulhlaup hafi brotist undan jöklinum og skilið eftir jakadreif, sem nái nokkur hundruð metra fram fyrir jökuljaðarinn. Ekki sjáist merki hlaupsins á vatnshæðarmælum eða skjálftamælum.150 metra djúpur „Hópur jeppamanna fór á staðinn 3. febrúar og gengu leiðangursmenn inn í botn íshellisins, sem er um 150 m langur. Þeir höfðu meðferðis gasmælitæki sem skráði styrk súrefnis, kolmónoxíðs, brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO2). Brennisteinsfýla fannst í hellinum og innst í honum mældist styrkur H2S um 60 ppm. Slíkur styrkur getur valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum ef dvalið er eina klukkustund eða lengur í svo menguðu lofti. Þess ber einnig að geta að fyrir 15 árum sást ketill myndaður af jarðhita á svipuðum stað í jöklinum og var þá mjög sterk brennisteinslykt á svæðinu. Ekki er því hægt að útiloka að virknin í hellinum færist í aukana. Rétt er að benda á að ofan við 20 ppm styrk brennisteinsvetnis (H2S) hætta margir að finna lyktina af því og ef styrkurinn fer yfir 100 ppm er lífshætta á ferðum. Því er óráðlegt að fara inn í þennan helli nema hafa með sér gasmælitæki sem gefur til kynna hvort styrkur hættulegra gastegunda sé yfir viðmiðunarmörkum. Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ segir í tilkynningu. Sérstaklega er bent á skýrslu á vef Vatnajökulsþjóðgarðs um sumar helstu hættur sem varast ber í íshellum.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira