Skólinn sem um ræðir ber nafnið Marjory Stoneman Douglas High School í borginni Parkland, sem eru um 72 kílómetrum norður af borginni Miami.
Á vef Reuters kemur fram að skotárásin átti sér stað skömmu áður en skóladeginum var að ljúka. Stjórnendur skólans og lögregla báðu foreldra sem voru í sambandi við börnin sín að koma þeim skilaboðum áfram að biðja nemendurna um að halda sig í felum í skólastofum á meðan lögreglan leitaði árásarmannsins.
Á vef Miami Herald er því haldið fram að nokkrir hafi látið lífið í þessari árás. Þingmaðurinn Ben Nelson segir við CNN að nokkrir hafi látið lífið í þessari árás.
Borgin Parkland er í Broward-sýslu í Flórída en á Twitter-reikningi lögregluembættis sýslunnar kemur fram að árásarmaðurinn sé nú í haldi lögreglu.
Shooter is now in custody. Scene is still active. #stonemanshooting
— Broward Sheriff (@browardsheriff) February 14, 2018