Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: "Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. febrúar 2018 19:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs. Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs.
Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42