Guðni Már segir skilið við RÚV og flytur til Kanaríeyja Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 17:55 Guðni Már hefur stjórnað Næturvaktinni á Rás 2 í áraraðir. Vísir/Anton Brink Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við. Fjölmiðlar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við.
Fjölmiðlar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira