Krefjast þess að Zuma láti af forsetaembætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Flokksfélagar Jakobs Zuma vilja losna við hann. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. VÍSIR/EPA Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Suður-Afríka Afríska þjóðarráðið hefur formlega krafist þess að Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segi af sér. Þetta staðfestir háttsettur flokksmaður í samtali við fréttastofu BBC. Ákvörðunin um að krefjast afsagnar var tekin í kjölfar maraþonfundar í forystu flokksins. Zuma er 75 ára gamall. Hann hefur samþykkt að víkja úr embætti á næstu þremur til sex mánuðum. Hann hefur verið við völd í Suður-Afríku frá árinu 2009. Undanfarið hefur hann sætt ásökunum um spillingu í embætti. Í desember síðastliðnum tók Cyril Ramaphosa við sem leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Allt frá þeim tíma hefur verið þrýstingur á Zuma að láta af embætti forseta. Ace Magazchule, framkvæmdastjóri þjóðarráðsins, sagði fréttamönnum að framkvæmdastjórn flokksins hefði ákveðið að afsögn Zuma ætti að verða sem fyrst. „Það er augljóst að við viljum að Ramaphosa taki við sem forseti Suður-Afríku,“ bætti hann við.Sjá einnig: Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Ramaphosa er sagður hafa yfirgefið fund flokksins og haldið á fund Zuma á heimili hans. Þar er hann sagður hafa tilkynnt Zuma að hann yrði settur af ef hann myndi ekki láta sjálfur af embætti. Nokkrum sinnum hafa verið bornar sakir á Zuma um spillingu, en hann hefur ávallt neitað. Til að mynda komst hæstiréttur Suður-Afríku að þeirri niðurstöðu árið 2016 að Zuma hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar hann lét fyrirfarast að endurgreiða opinbert fé sem notað var til þess að gera endurbætur á einkaheimili hans. Í fyrra komst áfrýjunardómstóll einnig að þeirri niðurstöðu að réttað skyldi í máli gegn honum vegna ásakana í átján liðum um spillingu, svik og peningaþvætti í tengslum við vopnaviðskipti árið 1999. Upp á síðkastið hafa síðan heyrst ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl milli Zuma og hinnar vellauðugu indverskættuðu Gupta-fjölskyldu. Fjölskyldan er sögð hafa haft óeðlileg áhrif á ríkisstjórn Zuma, en bæði forsetinn og fjölskyldan neita slíkum ásökunum. Stjórnmálaskýrendur segja að það yrði ákaflega erfitt fyrir Zuma að neita kröfu frá forystu flokksins um að segja af sér. Honum beri hins vegar ekki lagaleg skylda til þess að gera það. Tæknilega séð gæti hann haldið áfram að gegna störfum forseta þótt hann hefði ekki lengur stuðning flokks síns. Á hinn bóginn er vantrauststillaga á Zuma í farvatninu. Hún hefur verið tímasett 22. febrúar, en gæti komið fram fyrr. Zuma hefur áður staðið af sér slíkar atkvæðagreiðslur, en reiknað er með að hann myndi ekki standast slíka núna.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Tengdar fréttir Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35 Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04 Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum Leiðtogar Þjóðarráðsins munu krefjast þess að Jacob Zuma víki úr embætti. 13. febrúar 2018 06:35
Zuma sagt að víkja úr embætti Miðstjórn stjórnarflokks Suður-Afríku hefur formlega beint þeim tilmælum til forsetans Jacob Zuma að hann segi af sér "sem fyrst“. 13. febrúar 2018 13:04
Zuma á útleið? Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, er nú undir sívaxandi þrýstingi um að segja af sér. 5. febrúar 2018 07:53