Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 18:39 Í tilkynningu Umboðsmanns skuldara kemur fram að smálán eru sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra sem leita sér aðstoðar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum. Smálán Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni skuldara. „Nú er svo komið að hlutfall smálána af heildarskuldum umsækjenda er nú í fyrsta skipti hærra en hlutfall fasteignalána,“ er haft eftir Ástu Sigrúnu Helgadóttur í tilkynningunni. Þá hefur hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun aukist um 25 prósent frá árinu 2015 en á sama tíma lækkaði hlutfall fasteignalána um fimmtán prósent. Fjöldi þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara hefur aukist á síðustu árum en á síðasta ári bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun, samanborið við 386 árið 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þetta megi að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán. Allt að sextíu prósent umsækjenda eru á milli 18-39 ára, eða 37,2% um greiðsluaðlögun og 56,3% umsækjenda um ráðgjöf. Að sögn Ástu er mesta aukningin í yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára. „Svo virðist sem yngra fólk leiti frekar til smálánafyrirtækja og flækist fljótt í skuldavef sem erfitt getur verið að losna úr,“ segir Ásta.Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.Vísir/ValgarðurAukin fræðsla um fjármál nauðsynleg Ásta Sigrún hefur áhyggjur af þróun mála og áhrifum smálána á fjármál yngra fólks. Hún segir að þörf sé á því að efla fjármálafræðslu í skólum landsins. Umboðsmaður skuldara hyggst beita sér fyrir því á þessu ári að sögn Ástu og hefur embætti Umboðsmanns skuldara þegar átt samtal við Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Með þessu aukna aðgengi að lánsfé er enn mikilvægara að fjármálalæsi verði aukið og þeir sem taki þessi lán sé vel upplýstir um hvað það kostar og hverjar afleiðingarnar eru ef þau falla í vanskil,“ segir Ásta Sigrún að lokum.
Smálán Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira