Seinni bylgjan fékk nefnilega að setja upp myndavél í búningsklefum ÍR og Selfoss og sýndi síðan þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og Patrek Jóhannesson, þjálfara Selfoss, tala við sína menn fyrir leik liðanna í Olís deild karla í gær.
„Við ætlum að reyna að færa ykkur aðeins nær leiknum. Ég er búinn að vera í sambandi við nokkra þjálfara meðal annars tvo sem þurftu síðan ekki að taka þátt í þessari tilraun okkar,“ sagði Tómas Þór þegar hann kynnti þennan lið í Seinni bylgjunni í gær.
„Ég talaði við Bjarna Fritzson og Patrek Jóhannesson og þeir voru tilbúnir að taka þessa tilraun fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að hleypa okkur svona langt. Þetta er síðan eitthvað sem okkur langar til að gera meira af í úrslitakeppnini til að koma ykkur nær leiknum,“ sagði Tómas.

Eftir að búið var að sýna frá ræðum Bjarna og Patreks komu Dagur Sigurðsson og Jóhann Gunnar Einarsson með sín viðbrögð.
„Þetta var rosaleg ræða hjá Bjarna. Þetta var svona „Any Given Sunday“ móment,“ sagði Jóhann Gunnar um ræðu Bjarna Fritzsonar. Jóhann Gunnar benti líka á að löngum ferli sínum hafi hann aldrei séð þjálfara sitja inn í klefa.

„Mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég hef aldrei séð inn í klefa hjá öðrum þjálfurum nema þegar ég var leikmaður,“ sagði Dagur Sigurðsson og bætti seinna við:
„Þetta er oft engin geimvísindi sem við erum að predika rétt fyrir leik.,“ sagði Dagur.
Það má sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan, bæði myndböndin úr klefunum sem og viðbrögð Dags og Jóhanns Gunnars eftir að þeir sáu þau.