Sony biðst afsökunar á umdeildu atriði í mynd um Pétur kanínu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:14 Margir kannast eflaust við Pétur kanínu úr barnabókum Beatrix Potter. Skjáskot Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira