Sony biðst afsökunar á umdeildu atriði í mynd um Pétur kanínu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:14 Margir kannast eflaust við Pétur kanínu úr barnabókum Beatrix Potter. Skjáskot Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Framleiðendur nýrrar teiknimyndar um ævintýri Péturs kanínu hafa gefið frá sér opinbera afsökunarbeiðni vegna atriðis í myndarinnar sem þykir gera lítið úr fæðuofnæmi. Myndin er byggð á Sögunni um Pétur kanínu eftir Beatrix Potter þar sem Pétur og vinir hans heyja harða baráttu gegn bóndanum Tom McGregor. Í atriðinu umdeilda ráðast Pétur og félagar á McGregor vopnaðir ýmsum berjum, ávöxtum og grænmeti, meðal annars brómberjum. Eitt berjanna fer upp í McGregor og fær hann í kjölfarið ofnæmiskast Atriðið vakti harkaleg viðbrögð ýmissa hagsmunasamtaka og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 10 þúsund manns lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem þess er krafist að Sony, sem framleiddi myndina, biðjist afsökunar. „Brandarar um fæðuofnæmi eru skaðlegir samfélaginu okkar,“ sagði í viðvörun frá samtökum barna með fæðuofnæmi, dótturfélagi astma- og ofnæmissamtaka bandaríkjanna. „Í ofnæmiskasti þurfa sjúklingar lyfið epinephrine til að bjarga lífi sínu og þurfa að fara á næsta sjúkrahús í eftirfylgni. Sá raunverulegi ótti og kvíði sem fólk upplifir í ofnæmiskasti er alvarlegt mál.“ Sony Pictures sendi svo frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem það hefði verið rangt að halda atriðinu í myndinni, jafnvel þó að um teiknimynd og grín væri að ræða. „Við hörmum það mjög að hafa ekki verið meðvitaðri um þetta málefni og við biðjum stinnilega afsökunar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira