Östersund er norðarlega í Svíþjóð og má því búast við vetrarveðri þegar Lundúnaliðið mætir í heimsókn.
Samfélagsmiðlastjóri félagsins ákvað að slá á létta strengi á Twitter í upphitun fyrir leikinn og bjóða lið Arsenal velkomið í nýja búningsherbergi félagsins sem staðsett er í snjóhúsi.
We are ready for you @Arsenal ! Did we mentioned our new locker rooms? #vigerossaldrig#EuropaLeague#iglooadventurepic.twitter.com/c5SJQplYE3
— Östersunds FK (@ofk_1996) February 12, 2018
Östersunds varð í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og má segja að liðið sé að upplifa sannkallað Öskubuskuævintýri í Evrópukeppninni í ár. Liðið komst upp í efstu deild í Svíþjóð í fyrsta skipti fyrir tímabilið 2016 og er þetta í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni.
Leikur Östersund og Arsenal fer fram á fimmtudaginn klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.