Vegir áfram lokaðir og snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 07:51 Mynd tekin á Bolungarvík í dag. Hafþór Gunnarsson Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. Hvessir ört með ofankomu suðvestantil á landinu þegar líður á morguninn og síðar einnig við sunnantil á landinu. Óvissustig er vegna snjóflóða á Sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættuÍ dag er spáð áframhaldandi úrkomu í NA-átt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðbúið að snjóflóð falli í þessu veðri og að snjóþekjan geti verið óstöðug fyrst eftir það. Það kom mikill nýr snjór í vikunni eftir hlákuna á síðustu helgi. Lokaðir eru vegirnir um Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, vegurinn á milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og svo Súðavíkurhlíð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegna lokunar á fjallvegunum milli Faxaflóa og Suðurlands er bent á að Suðurstrandarvegur er opinn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þarf að aka um Grindavík þar sem Krýsuvíkurvegur er ófær. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúar Samgöngur Veður Tengdar fréttir Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. 10. febrúar 2018 23:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Óveðurslægð er nú yfir Vestfjörðum og þokast hún suðurs. Hvessir ört með ofankomu suðvestantil á landinu þegar líður á morguninn og síðar einnig við sunnantil á landinu. Óvissustig er vegna snjóflóða á Sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættuÍ dag er spáð áframhaldandi úrkomu í NA-átt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðbúið að snjóflóð falli í þessu veðri og að snjóþekjan geti verið óstöðug fyrst eftir það. Það kom mikill nýr snjór í vikunni eftir hlákuna á síðustu helgi. Lokaðir eru vegirnir um Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, vegurinn á milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og svo Súðavíkurhlíð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegna lokunar á fjallvegunum milli Faxaflóa og Suðurlands er bent á að Suðurstrandarvegur er opinn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þarf að aka um Grindavík þar sem Krýsuvíkurvegur er ófær. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa frá klukkan tíu í dag. Búist er við vestan stormi og hríð. Mjög blint í snjókomu og skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum á svæðinu. Á suðurlandi og Faxaflóa má búast við hviðum í allt að 40 m/s. Gul viðvörun er a Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Suðausturlandi og miðhálendi landsins. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúar
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. 10. febrúar 2018 23:15 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi hafa aðstoðað fólk í hátt á annað hundrað bílum í dag til byggða vegna veðurs. Enn sitja bílar fastir og er líklegt að aðgerðir standi yfir fram á nótt. 10. febrúar 2018 23:15