Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. febrúar 2018 10:00 Wa Lone, einn blaðamanna Reuters, þegar hann var dreginn fyrir dóm. Hann situr enn í fangelsi. Fréttablaðið/EPA Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Mjanmar Stjórnmálamenn og óháð félagasamtök hafa kallað eftir því að aðgerðir mjanmarska hersins í Rakhine-héraði verði ítarlega rannsakaðar eftir að Reuters birti umfjöllun í fyrrinótt um morð á tíu Róhingjum í bænum Inn Din. Greinina skrifuðu fjórir blaðamenn. Tveir þeirra, hinir mjanmörsku Wa Lone og Kyaw Soe Oo, hafa verið í fangelsi síðan í desember vegna meints lögbrots þegar þeir öfluðu upplýsinga fyrir umfjöllunina. „Ein gröf fyrir tíu fórnarlömb,“ höfðu blaðamennirnir meðal annars eftir uppgjafahermanninum Soe Chay sem aðstoðaði við að grafa fjöldagröf tíu Róhingja sem bæði búddískur almenningur og hermenn höfðu myrt án dóms og laga. „Þegar við grófum þá voru gáfu sumir þeirra enn þá frá sér hljóð. Hinir voru dánir,“ sagði Chay einnig. Viðtöl við vitni leiddu í ljós að mennirnir höfðu verið teknir úr hópi hundraða sem reyndu að koma sér í öruggt skjól í útjaðri bæjarins á meðan hermenn kljáðust við skæruliða úr röðum þjóðflokksins. Þá var blaðamönnunum einnig tjáð að lögregla og hermenn hefðu stolið eignum Róhingja og að hermenn hefðu fengið almenna borgara, aðra en Róhingja, til að bera eld að heimilum Róhingja. Róhingjastelpa í flóttamannabúðum í Bangladess. Fréttablaðið/EPA Þegar blaðamennirnir báru upplýsingarnar undir Michael G. Karnavas, bandarískan lögfræðing í Haag sem hefur flutt mál fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum, sagði Karnavas að ef upplýsingarnar væru réttar sýndu þær fram á sérstakan ásetning yfirvalda um að fremja þjóðarmorð. „Árásirnar virðast gerðar sérstaklega til þess að útrýma Róhingjum eða að minnsta kosti stórum hluta þeirra.“ Blaðamennirnir náðu einnig tali af Zaw Htay, talsmanni mjanmörsku ríkisstjórnarinnar, og óskuðu viðbragða. Sagði hann að nauðsynlegt væri að ganga úr skugga um hvort frásagnirnar um voðaverkin í Inn Din væru sannar. „Ef sönnunargögnin eru áreiðanleg mun ríkisstjórnin rannsaka málið. Og ef lög hafa verið brotin munum við grípa til aðgerða.“ Blaðamennirnir sögðu hins vegar að hann hefði orðið hissa þegar honum var sagt frá því að almennir borgarar hefðu játað að hafa kveikt í húsum Róhingja. „Alþjóðasamfélagið verður að skilja það að Róhingjar frömdu hryðjuverk,“ sagði Htay og vísaði til árásar ágústmánaðar síðastliðins þegar skæruliðar réðust á lögreglustöð. Sú árás varð kveikjan að ofbeldinu. Viðbrögðin við umfjöllun Reuters hafa verið mikil. Heather Nauert, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að hún sýndi að nauðsynlegt væri að yfirvöld í Mjanmar ynnu með óháðum og viðurkenndum rannsakendum að því að ljóstra upp um voðaverkin í Rakhine-héraði. „Slík rannsókn myndi gefa okkur skýrari mynd af því sem hefur gerst. Hægt væri að komast að því hverjir létu lífið og hverjir báru ábyrgð,“ sagði Nauert. Rosena Allin-Khan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við BBC að umfjöllun Reuters rímaði við þær frásagnir sem hún hefði heyrt á meðan hún starfaði sem læknir í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í fyrra. „Við erum að horfa upp á þjóðarmorð. Þessar upplýsingar marka tímamót af því að þetta er í fyrsta skipti sem við heyrum raddir gerendanna sjálfra,“ sagði Allin-Khan og kallaði eftir alþjóðlegri rannsókn. Samtökin Human Rights Watch sögðu að leiðtogar hersins ættu að fara fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira