Seinni bylgjan: Nota myndbandsupptökur og fimm leikja bönn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 14:00 Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30
Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00