Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 11:30 Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR í Olís-deild karla í handbolta, var brjálaður út í dómarana eftir tap gegn Stjörnunni á mánudagskvöldið en hann vildi meina að Einar Jónsson, þjálfari Fram, hafði áhrif á dómarana með stanslausu tuði. „Ég hef aldrei séð annað eins. Ég held að hann hafi ekki einu sinni fengið gult spjald í leiknum. Hann tuðar stanslaust og dómararnir hættu bara að dæma eftir fimmtán mínútur,“ sagði Bjarni meðal annars. Einar Jónsson hló að eldræðu Bjarna og spurði hvort þetta væri eitthvað nýtt. Hann væri alltaf tuðandi. Einar benti á að Stjarnan hefði ekki fengið eitt vítakast í leiknum en ÍR hefði fengið sex. „Þetta var áhugavert. Hann var greinilega ekki sáttur við þetta og sagði það,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þætti gærkvöldsins. „Ég vil nú segja að þetta var töluvert mikið væl. Það er alveg rétt hjá Einari að ÍR fékk sex víti en Stjarnan engin víti. Um hvað er Bjarni að tala?“ „Auðvitað eiga menn ekki að tuða yfir dómurunum allan tímann en mér finnst kjánalegt að vera að væla yfir því,“ sagði Gunnar Berg og Sigfús Sigurðsson bætti við: „Mér fannst dómgæslan eiginlega jöfn yfir allan leikinn. Þegar að menn eru að fara af hálfum hug í gegnum vörnina þá færðu ekkert víti. Ef þú ferð af fullri ferð þá færðu víti. Það virkaði þannig á tímabili hjá ÍR að leikmenn væru með hangandi haus og þá færðu ekkert víti,“ sagði Sigfús. Viðtalið fræga og umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR í Olís-deild karla í handbolta, var brjálaður út í dómarana eftir tap gegn Stjörnunni á mánudagskvöldið en hann vildi meina að Einar Jónsson, þjálfari Fram, hafði áhrif á dómarana með stanslausu tuði. „Ég hef aldrei séð annað eins. Ég held að hann hafi ekki einu sinni fengið gult spjald í leiknum. Hann tuðar stanslaust og dómararnir hættu bara að dæma eftir fimmtán mínútur,“ sagði Bjarni meðal annars. Einar Jónsson hló að eldræðu Bjarna og spurði hvort þetta væri eitthvað nýtt. Hann væri alltaf tuðandi. Einar benti á að Stjarnan hefði ekki fengið eitt vítakast í leiknum en ÍR hefði fengið sex. „Þetta var áhugavert. Hann var greinilega ekki sáttur við þetta og sagði það,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þætti gærkvöldsins. „Ég vil nú segja að þetta var töluvert mikið væl. Það er alveg rétt hjá Einari að ÍR fékk sex víti en Stjarnan engin víti. Um hvað er Bjarni að tala?“ „Auðvitað eiga menn ekki að tuða yfir dómurunum allan tímann en mér finnst kjánalegt að vera að væla yfir því,“ sagði Gunnar Berg og Sigfús Sigurðsson bætti við: „Mér fannst dómgæslan eiginlega jöfn yfir allan leikinn. Þegar að menn eru að fara af hálfum hug í gegnum vörnina þá færðu ekkert víti. Ef þú ferð af fullri ferð þá færðu víti. Það virkaði þannig á tímabili hjá ÍR að leikmenn væru með hangandi haus og þá færðu ekkert víti,“ sagði Sigfús. Viðtalið fræga og umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00