Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision ef marka má Betsson Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2018 10:37 Veðmálasérfræðingar Betsson eru nokkuð vissir í sinni sök, Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision. Hér þenur hann raddböndin á sviðinu. Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði. Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Ef marka má veðmálaspekinga hjá Betsson þá mun Dagur Sigurðsson sigra í undankeppni Eurovision-söngvakeppninnar af miklu öryggi á laugardagskvöld komandi. Stuðullinn á hann er tveir, sem þýðir að ef einhver vill veðja á sigur Dags, segjum þúsund krónur, þá tvöfaldar sá sitt fé. Hins vegar telja þeir hjá Betsson sáralitlar líkur á því að Our Choice með Ara Ólafssyni og Battleline með Fókushópnum sigri. Á þau lög eru settir 12 í stuðul, sem þá þýðir að ef einhver er sannfærður um að annað þeirra laga vinnur, og setur þúsund krónur á það, ávaxtar viðkomandi sitt pund með ágætum og fær 12 þúsund krónur til baka. Ef lagið sigrar hins vegar ekki er sá þúsundkall fokinn og kemur aldrei aftur til baka. Eftir því sem veðmál fara að hrynja inn þá geta þessir stuðlar breyst.Gold digger með Aroni Hannesi er helst talið geta veitt Degi keppni, með 3,3 í stuðul. Here for You með þeim Agli Ploder Ottósyni og Sonju Valdin kemur svo í þriðja sæti samkvæmt þessu. Stuðullinn á það lag er 4,1 og í miðjunni er svo Kúst og fæjó, sem er í miklu uppáhaldi hjá mörgum með 4,5 í stuðul. „Veðmálasérfræðingar Betsson hafa rýnt vel í lögin í íslensku forkeppni Eurovision. Oftar en ekki hafa spár þessar reynst réttar hjá þeim hvað sigurlagið varðar og það verður vissulega gaman að sjá hvort raunin verði sú nú. Frekar óvænt hverjum þeir spá fyrsta sætinu en fróðlegt verður að sjá hvort spáin reynist rétt á laugardagskvöld,“ segir Guðmundur Arnarson hjá Betsson.Uppfært 12:49 Þau mistök voru gerð í upphaflegri útgáfu fréttarinnar að blaðamaður hljóp óvart yfir Aron Hannes á lista þegar sagt var af því lagi helst veitir Degi keppni, samkvæmt Betsson. Það hefur nú verið lagfært og eru lesendur, sem og Aron Hannes beðin velvirðingar á því fljótræði.
Eurovision Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira