Lögregluhundurinn Puskas bjargaði deginum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:51 Hinn átta ára gamli Puskas fékk blíðar móttökur þegar hann kom aftur á lögreglustöðina eftir vel heppnað verkefni. Skjáskot Lögregluhundur í Santa Ana, borg nærri Los Angeles, hefur verið ausinn lofi síðastliðinn sólarhring eftir að hann yfirbugaði mann sem var á flótta undan laganna vörðum. Hinn átta ára gamali Schäfer-hundur Puskas hljóp uppi Antonio Padilla en hann er grunaður um að hafa reynt að aka á lögregluþjón þann 18. febrúar síðastliðinn. Myndband af eltingaleiknum hefur farið víða eftir að það birtist á vef NBC í gær. Það má sjá hér að neðan. Lögreglumenn ráku augun í Padilla er hann ók svörtum pallbíl og gáfu honum merki um að stöðva bifreiðina. Þess í stað reyndi ökumaðurinn að stinga lögregluna af og upphófst þá heljarinnar eftirför. Í myndbandinu má sjá hvernig Padilla stelur bifreið í miðri eftirförinni og ekur á og í veg fyrir fjölda bíla sem á vegi hans urðu. Þegar hann yfirgaf svo stolnu bifreiðina stökk Puskas, sem nefndur er eftir ungversku fótboltagoðsögninni Ferenc Puskás, á Padilla og náði að draga hann til jarðar. Lögreglumenn mættu svo á vettvang og handtóku manninn sem má búast við langri fangelsisvist. Í öllum átökunum brotnuðu nokkrar tennur í Puskas og mun hann þurfa að fara í aðgerð vegna þessa. Ekki er þó gert ráð fyrir öðru en að hann verði orðinn fullfrískur innan nokkurra vikna og tilbúinn að glefsa í fleiri glæpamenn.Frétt NBC má sjá með því að smella hér sem og í spilaranum hér að neðan.Ef myndbandið birtist í litlum glugga mælum við með því að smella á takkann í hægra horni spilarans. Það stækkar myndbandið. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Lögregluhundur í Santa Ana, borg nærri Los Angeles, hefur verið ausinn lofi síðastliðinn sólarhring eftir að hann yfirbugaði mann sem var á flótta undan laganna vörðum. Hinn átta ára gamali Schäfer-hundur Puskas hljóp uppi Antonio Padilla en hann er grunaður um að hafa reynt að aka á lögregluþjón þann 18. febrúar síðastliðinn. Myndband af eltingaleiknum hefur farið víða eftir að það birtist á vef NBC í gær. Það má sjá hér að neðan. Lögreglumenn ráku augun í Padilla er hann ók svörtum pallbíl og gáfu honum merki um að stöðva bifreiðina. Þess í stað reyndi ökumaðurinn að stinga lögregluna af og upphófst þá heljarinnar eftirför. Í myndbandinu má sjá hvernig Padilla stelur bifreið í miðri eftirförinni og ekur á og í veg fyrir fjölda bíla sem á vegi hans urðu. Þegar hann yfirgaf svo stolnu bifreiðina stökk Puskas, sem nefndur er eftir ungversku fótboltagoðsögninni Ferenc Puskás, á Padilla og náði að draga hann til jarðar. Lögreglumenn mættu svo á vettvang og handtóku manninn sem má búast við langri fangelsisvist. Í öllum átökunum brotnuðu nokkrar tennur í Puskas og mun hann þurfa að fara í aðgerð vegna þessa. Ekki er þó gert ráð fyrir öðru en að hann verði orðinn fullfrískur innan nokkurra vikna og tilbúinn að glefsa í fleiri glæpamenn.Frétt NBC má sjá með því að smella hér sem og í spilaranum hér að neðan.Ef myndbandið birtist í litlum glugga mælum við með því að smella á takkann í hægra horni spilarans. Það stækkar myndbandið.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira