Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 05:47 Scot Peterson sagði upp störfum eftir að hann var sendur í launalaust leyfi. BBC Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson. Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Vopnaði öryggisvörðurinn hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. Scot Peterson stóð fyrir utan skólann þegar byssumaðurinn Nikolas Cruz réðst til atlögu og myrti 17 samnemendur sína og kennara fyrr í þessum mánuði. Fyrir vikið hefur Bandaríkjaforseti kallað hann heigul og furðar Donald Trump sig á því að öryggisvörðurinn hafi ekki hlaupið inn í skólann þegar árásin stóð sem hæst. Að sögn lögmanns öryggisvarðarins, Josephs DiRuzzo, heyrðist Peterson byssuhvellirnir eiga upptök sín fyrir utan skólabygginguna. Upphaflega hafði hann hins vegar fengið tilkynningu um að einhver væri að skjóta upp flugeldum á skólalóðinni. Þegar í ljós kom að um byssumann var að ræða ákvað Peterson að fara að öllum þeim reglum sem hann hafði lært í öryggisvarðanámi sínu, leitaði skjóls og lokaði skólanum. Þegar lögreglan mætti á vettvang sagði Peterson laganna vörðum að hann taldi að byssumaðurinn væri ekki inni í skólanum. Lögmaður hans segir að talstöðvasamskipti lögreglumanna staðfesti að eitt fórnarlamba Cruz lægi í blóði sínu á fótboltavelli skólans. Því hafi það verið rétt ályktun hjá Peterson, að mati lögmannsins, að fara fram á að skólanum og skólalóðinni yrði lokað.Leyfið mistök af hálfu lögreglustjóran Það væri þannig „bersýnilega ósatt“ að Peterson hafi sýnt heigulshátt í þessum aðstæðum sagði lögmaðurinn er hann beindi orðum sínum að Donald Trump. „Það skal enginn efast um það að herra Peterson hefði viljað gera allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir sviplegt fráfall 17 fórnarlamba þann daginn. Hugur hans og hjarta er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorgartímum,“ er haft eftir lögmanni hans á vef breska ríkisútvarpsins.Öryggisvörðurinn sagði upp störfum í síðustu viku eftir að yfirmaður hans, lögreglustjórinn Scott Israel, sendi hann í launalaust leyfi. Lögmaður öryggisvarðarins segir að þar hafi lögreglustjórinn gert skyssu, einfaldað málið um of og ekki hugsað málið til enda. Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur gagnrýnt lögregluna og öryggisverði skólans opinberlega, nú síðast á blaðamannafundi í gær. Þar sagði forsetinn að hann „efaðist ekki um“ að hefði hann sjálfur verið á vettvangi þá hefði hann hlaupið inn í skólann, hvort sem hann væri vopnaður eða ekki. Ólíkt heiglinum Peterson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45