Sagan endurtekur sig Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar