Blikar byrja af krafti │ Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu KA sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 17:15 Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir. Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs. Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs.
Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira