Sport

Conor: Ég mun berjast aftur enda er ég bestur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor með milljarðalabbið sitt. Hann vill að UFC sýni sér seðlana.
Conor með milljarðalabbið sitt. Hann vill að UFC sýni sér seðlana. vísir/getty
Umræðan endalausu um hvort Conor McGregor muni nokkurn tímann berjast aftur fyrir UFC er greinilega farin að pirra Írann því steig fram með yfirlýsingu í gærkvöldi.

„Ég mun berjast aftur. Punktur. Ég er bestur í þessu,“ skrifaði Conor meðal annars á Instagram í gær.

Hann minnti fólk á að hann hefði verið til í að berjast við Frankie Edgar snemma í mars þar sem Max Holloway er meiddur. UFC hefði aftur á móti þurft meiri tíma til þess að fjármagna dæmið enda kostar það skildinginn að fá Írann í búrið í dag. Edgar mun mæta Brian Ortega.





„Ég er hér og það er undir UFC komið að sækja mig og koma mér í búrið,“ bætir Conor við.

Hann er klár og ef UFC er klárt með réttu peningana þá fær heimsbyggðin loksins að sjá hann aftur í búrinu.

Conor barðist síðast í nóvember árið 2016 fyrir UFC. Þá pakkaði hann Eddie Alvarez saman og varð fyrsti tvöfaldi meistarinn í sögu UFC.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×