Valsmenn sóttu í gær tvö stig til Vestmannaeyja í Olís deild karla í handbolta aðeins þremur dögum eftir að þeir misstu frá sér unnin leik í Kaplakrika.
Það er athyglisvert að bera saman endakafla síðustu tveggja leikja Íslandsmeistara Vals en á þremur dögum mættu Hlíðarendapiltar tveimur efstu liðum deildarinnar.
Á mánudagskvöldið voru Valsmenn í Kaplakrika í Hafnarfriði og í gærkvöldi mætty þeir ÍBV úti í Eyjum. Í fyrri leiknum missti þeir frá sér unninn leik en í þeim síðari komu Valsmenn til baka og unnu karakersigur.
Það er ekki hægt að segja annan en að þessir tveir leikur séu sýnishorn á því hvernig Valsmenn lærðu á reynslunni.
Í leiknum á móti FH í Kaplakrika voru þeir þremur mörkum yfir þegar bæði 20 mínútur voru eftir og þegar aðeins sjö mínútur voru eftir. FH-ingar unnu síðustu tuttugu mínúturnar 11-7 og síðustu sjö mínúturnar 4-0.
Í leiknum á móti ÍBV í gær voru Eyjamenn tveimur mörkum yfir þear 18 mínútur voru eftir og staðan var jöfn þegar sex mínútur voru eftir. Valsmenn unnu síðuustu átján mínúturnar og síðustu sex mínúturnar 6-3.
- Valsmenn lærðu heldur betur af reynslunni -
Valsmenn á móti FH 19. febrúar 2018
Valur 23-20 yfir þegar 20 mínútur voru eftir
Valur 30-27 yfir þegar 7 mínútur voru eftir
Valsmenn á síðustu 20 mínútunum: -4 (7-11)
Valsmenn á síðustu 7 mínútunum: -4 (0-4)
Lokastaða: 31-30 fyrir fyrir FH
--
Valsmenn á móti ÍBV 22. febrúar 2018
ÍBV 21-19 yfir þegar 18 mínútur voru eftir
Staðan var jöfn, 25-25, þegar 6 mínútur voru eftir
Valsmenn á síðustu 18 mínútunum: +5 (12-7)
Valsmenn á síðustu 6 mínútunum: +3 (6-3)
Lokastaða: 31-28 fyrir Val
Valsmenn skiptu slæmum endi út fyrir góðan endi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
Fleiri fréttir
