Lokomotiv Moskva er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 4-2 sigur samanlagt á Nice, en síðari leikur liðanna í kvöld endaði með 1-0 sigri Moskvumanna.
Lokomotiv vann góðan 3-2 sigur í Frakklandi og ljóst að Mario Balotelli og félagar í Nice ættu afar erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mættu til Rússlands í dag.
Igor Denisov skoraði svo eina mark leiksins fyrir Lokomotiv á 30. mínútu, en 1-0 urðu lokatölurnar og samanlagt 4-2 sigur. Lokomotiv sem er því komið áfram í 16-liða úrslitin.
