Það vantaði ekki dramatíkina í úrslitaleik Bandaríkjanna og Kanada í íshokkíkeppni kvenna á Vetrarólympíuleikunum. Þar nældi bandaríska liðið í sitt fyrsta gull í 20 ár.
Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn. Eftir framlenginguna var staðan 2-2 og því varð að grípa til vítakeppni þar sem taugar bandarísku stúlknanna voru sterkari og það í bráðabana í vítakeppninni. Eins mikil dramatík og hægt var að bjóða upp á.
Fyrsti úrslitaleikurinn í íshokkí kvenna var á leikunum árið 1998. Þá hafði bandaríska liðið betur gegn því kanadíska.
Kanada svaraði með því að taka gullið á næstu fjórum leikum og alltaf með því að vinna Bandaríkin í úrslitaleiknum. Í morgun snérist taflið við á nýjan leik.
Bandaríkin rufu einokun Kanada í íshokkí kvenna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti




„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
