Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 20:40 Stoðdeild ríkislögreglustjóra framkvæmir brottvísun eftir ákvörðun Útlendingastofnunar þar um. Stofnunin heyrir undir dómsmálaráðherra. vísir/eyþór Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. Tilefnið er að í gær var Houssin Bsraoi, ungur hælisleitandi sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í síðasta mánuði, fluttur úr landi en honum hafði verið synjað um hæli hér. Kærunefnd útlendingamála á þó enn eftir að taka afstöðu til endurupptökubeiðni hans. Í tilkynningu frá Solaris segir að á undanförnum vikum hafi félaginu borist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafi ekki verið í samræmi við verkferla stjórnvalda. Ítrekað gerist stjórnvöld sek um ómannúðleg og óásættanleg vinnubrögð, brot á mannréttindum fólks á flótta og brot á verkferlum stjórnvalda við fylgd umsækjenda um vernd úr landi eftir synjun. „Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra. Houssin, ungur drengur frá Marokkó, er enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks og hælisleitenda, framkvæmd málsmeðferða og brottvísana. Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt,“ segir í tilkynningu Solaris sem sjá má í heild sinni hér. Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. Tilefnið er að í gær var Houssin Bsraoi, ungur hælisleitandi sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í síðasta mánuði, fluttur úr landi en honum hafði verið synjað um hæli hér. Kærunefnd útlendingamála á þó enn eftir að taka afstöðu til endurupptökubeiðni hans. Í tilkynningu frá Solaris segir að á undanförnum vikum hafi félaginu borist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafi ekki verið í samræmi við verkferla stjórnvalda. Ítrekað gerist stjórnvöld sek um ómannúðleg og óásættanleg vinnubrögð, brot á mannréttindum fólks á flótta og brot á verkferlum stjórnvalda við fylgd umsækjenda um vernd úr landi eftir synjun. „Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra. Houssin, ungur drengur frá Marokkó, er enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks og hælisleitenda, framkvæmd málsmeðferða og brottvísana. Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt,“ segir í tilkynningu Solaris sem sjá má í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04