Lindsay Vonn kom grátandi í viðtal: „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2018 15:58 Barist við tárin. skjáskot Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira