Lindsay Vonn kom grátandi í viðtal: „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2018 15:58 Barist við tárin. skjáskot Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsay Vonn er eins mannleg og íþróttastjörnur gerast. Ef henni líður vel brosir hún sínu breiðasta en ef eitthvað bjátar á grætur hún hvort sem myndavélar eru fyrir framan hana eða ekki. Vonn tókst ekki að vinna gull í sinni bestu grein, bruni, á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt en hún þurfti að sætta sig við bronsið. Hún skíðaði til minningar um afa sinn sem lést skömmu fyrir leikana en hún ætlaði að vinna gullið fyrir hann. Vonn þurfti að mæta í viðtal á Eurosport skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir og má segja að tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði. Hún mætti í tárum í viðtalið en komst í gegnum það eins og henni einni er lagið. „Mér fannst ég skíða vel. Nógu vel til að ná verðlaunum. Ég gerði mitt besta en það var ekki nóg. Ég er stolt af frammistöðunni og því að vinna til verðlauna,“ sagði Vonn sem var sérstaklega ánægð með að norska vinkona sín Ragnhild Mowvincel vann silfur. „Ragna er frábær skíðakona og hún hefur verið virkilega öflug síðustu vikur. Það var æðislegt að sjá hana fá silfur í stórsviginu og bruninu. Hún er ein sú viðkunnalegasta á mótaröðinni þannig ég samgleðst með henni,“ sagði Vonn sem veit ekki hvort hún keppir aftur á ÓL. „Fyrir fjórum árum var ég nýkomin úr aðgerð eftir annað krossbandsslit. Ég er ánægð með árangurinn í ár en ég vil alltaf vinna. Maður þarf samt alltaf að líta á stóru myndina. Ég hef gengið í gegnum ýmisegt en er stolt að hafa gert mitt besta,“ sagði Lindsay Vonn. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira