Parið fékk 206,06 stig í einkunn fyrir ótrúlega frammistöðu sína í gær og heimsmetið skilaði sigri. Þetta er annað ólympíugull Moir og Virtue.
Dans þeirra setti internetið á hliðina og trúði fólk sem ekki vissi betur að þau væru hreinlega ekki ástfanginn eða gift. Einn netverji gekk svo langt að breyta Wikipedia-síðu Moir þar sem fullyrt var að þau ætluðu að gifta sig í sumar.
Go @TeamCanada!!@CassieSharpe is a legend — makin’ it look easy. And thank you @tessavirtue & @ScottMoir for agreeing to raise my children as your own.
— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 20, 2018
Moir og Virtue unnu gull á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver árið 2010 en þurftu svo að sætta sig við silfrið í Sochi fyrir fjórum árum. Það fór illa í parið sem hætti að dansa saman í tvö ár en sneri aftur með annan þjálfara fyrir tveimur árum og sú vegferð endaði með gullinu í gær.
Þessir ótrúlegu íþróttamenn hafa nú á glæstum ferli unnið tvenn ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og átta sinnum orðið kanadískir meistarar.
Þennan sigurdans Tessu Virtue og Scotts Moir sem snerti við heimsbyggðinni má sjá í spilaranum hér að neðan.