Fallegasta „ástarsaga“ Ólympíuleikanna skilaði heimsmeti og gulli Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2018 13:00 Svakalegur dans hjá þeim kanadísku. vísir/getty Kandaríska skautadansparið Tessa Virtue og Scott Moir báru sigur úr býtum í ísdansi para með frjálsri aðferð á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í Suður-Kóreu í gærkvöldi en skautadans þeirra skilaði heimsmeti. Parið fékk 206,06 stig í einkunn fyrir ótrúlega frammistöðu sína í gær og heimsmetið skilaði sigri. Þetta er annað ólympíugull Moir og Virtue.Dans þeirra setti internetið á hliðina og trúði fólk sem ekki vissi betur að þau væru hreinlega ekki ástfanginn eða gift. Einn netverji gekk svo langt að breyta Wikipedia-síðu Moir þar sem fullyrt var að þau ætluðu að gifta sig í sumar.Go @TeamCanada!!@CassieSharpe is a legend — makin’ it look easy. And thank you @tessavirtue & @ScottMoir for agreeing to raise my children as your own. — Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 20, 2018 Leikarinn og ofurstjarnan Ryan Reynolds, best þekktur fyrir Deadpool-myndirnar í dag, var einn þeirra sem horfði en hann réði sér ekki fyrir kæti. Hann sagði þjálfara þeirra vera algjöra goðsögn og þakkaði svo parinu fyrir að taka að sér að ala upp börnin sín. Alltaf stutt í grínið hjá kanadíska leikaranum. Moir og Virtue unnu gull á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver árið 2010 en þurftu svo að sætta sig við silfrið í Sochi fyrir fjórum árum. Það fór illa í parið sem hætti að dansa saman í tvö ár en sneri aftur með annan þjálfara fyrir tveimur árum og sú vegferð endaði með gullinu í gær. Þessir ótrúlegu íþróttamenn hafa nú á glæstum ferli unnið tvenn ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og átta sinnum orðið kanadískir meistarar. Þennan sigurdans Tessu Virtue og Scotts Moir sem snerti við heimsbyggðinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sjá meira
Kandaríska skautadansparið Tessa Virtue og Scott Moir báru sigur úr býtum í ísdansi para með frjálsri aðferð á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í Suður-Kóreu í gærkvöldi en skautadans þeirra skilaði heimsmeti. Parið fékk 206,06 stig í einkunn fyrir ótrúlega frammistöðu sína í gær og heimsmetið skilaði sigri. Þetta er annað ólympíugull Moir og Virtue.Dans þeirra setti internetið á hliðina og trúði fólk sem ekki vissi betur að þau væru hreinlega ekki ástfanginn eða gift. Einn netverji gekk svo langt að breyta Wikipedia-síðu Moir þar sem fullyrt var að þau ætluðu að gifta sig í sumar.Go @TeamCanada!!@CassieSharpe is a legend — makin’ it look easy. And thank you @tessavirtue & @ScottMoir for agreeing to raise my children as your own. — Ryan Reynolds (@VancityReynolds) February 20, 2018 Leikarinn og ofurstjarnan Ryan Reynolds, best þekktur fyrir Deadpool-myndirnar í dag, var einn þeirra sem horfði en hann réði sér ekki fyrir kæti. Hann sagði þjálfara þeirra vera algjöra goðsögn og þakkaði svo parinu fyrir að taka að sér að ala upp börnin sín. Alltaf stutt í grínið hjá kanadíska leikaranum. Moir og Virtue unnu gull á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver árið 2010 en þurftu svo að sætta sig við silfrið í Sochi fyrir fjórum árum. Það fór illa í parið sem hætti að dansa saman í tvö ár en sneri aftur með annan þjálfara fyrir tveimur árum og sú vegferð endaði með gullinu í gær. Þessir ótrúlegu íþróttamenn hafa nú á glæstum ferli unnið tvenn ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og átta sinnum orðið kanadískir meistarar. Þennan sigurdans Tessu Virtue og Scotts Moir sem snerti við heimsbyggðinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sjá meira