Neitaði að borga lögfræðingnum því reikningurinn var hærri en 10 þúsund krónur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 18:15 Maðurinn býr í Eyjum og snerist upphaflega dómsmálið um girðingu sem nágranni hans vildi reisa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmanna á áttræðisaldri til þess að greiða skuld upp á tæplega 700 þúsund krónur, með dráttarvöxtum, en það var lögmannsstofa Lúðvíks Bergvinssonar, Bonafide, sem stefndi manninum vegna skuldarinnar. Fram kemur í dómnum að í maí 2015 hafi maðurinn veitt lögfræðingi hjá lögmannsstofu Lúðvíks umboð til að annast fyrirsvar fyrir hann vegna hugsanlegs ágreinings við nágranna vegna uppsetningar á girðingu. Í umboðinu fólst aðstoð og fyrirsvar við bréfaskriftir, kröfugerð, sáttatilraunir og málflutningur fyrir héraðsdómi eftir atvikum. Í framhaldinu gerði lögfræðingurinn kröfu hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum um að lögbann yrði lagt við því að nágranninn myndi reisa girðingu við lóðamörk á milli eigna þeirra í Eyjum.Mótmælti ekki tímaskráningu lögfræðingsins vegna málsins „Var lögbannið lagt á og höfðaði stefndi staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Suðurlands og var kveðinn upp í því dómur 5. apríl 2016. Voru dómkröfur stefnda, sem var þá stefnandi staðfestingarmálsins, að lögbannið yrði staðfest og að viðurkennt yrði að nágrannanum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin, auk málskostnaðarkröfu. Var lögbannið staðfest, en stefndi í því máli sýknaður af kröfu um að honum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin. Var málskostnaður felldur niður,“ segir í dómnum um lyktir þess máls fyrir dómstólum. Fram kemur í þingbók staðfestingarmálsins að bæði umræddur lögfræðingur sem sótti þing og Lúðvík Bergvinsson hafi komið að vinnu við málið einnig. „Kveður stefnandi að við framangreindan málarekstur hafi verið unnir 26,8 klukkutímar af hálfu stefnanda í þágu stefnda og hefur verið lögð fram tímaskýrsla um það. Hafa verið lagðir fram 3 reikningar stefnanda til stefnda, innheimtubréf, milliinnheimtuviðvaranir, lokaaðvaranir og löginnheimtubréf vegna innheimtu skuldarinnar, en stefnandi kveður stefnda ekki hafa greitt og er því ekki mótmælt. Mótmælir stefndi heldur ekki tímaskráningu stefnanda,“ segir í dómnum.Hélt að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki“ í Reykjavík Maðurinn hafi hins vegar neitað að greiða reikningana þar sem hann hafi talið að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki í Reykjavík.“ Þá hafi lögfræðingurinn talað um að kostnaðurinn við málareksturinn yrði um 10 þúsund krónur og að aldrei hafi verið gerð fyrir öllum þessum kostnaði sem skuldin hljóðaði upp á. Dómurinn hafnar þessari málsástæðu mannsins með öllu, segir hana ósannaða og auk þess „fráleitt“ að ætla að lögfæði- og lögmannsþjónusta líkt og maðurinn keypti af Bonafide myndi ekki kosta meira en 10 þúsund krónur. Þá var það jafnframt álit dómsins að með því að leita til lögmannsstofunnar hafi maðurinn undirgengist samningssamband við stofuna um að honum væri veitt lögfræðiaðstoð og þjónusta við málarekstur sinn. „Þá verður að telja ósannað að stefndi hafi ekki vitað um þær dómkröfur sem hann hafi gert í téðu dómsmáli, enda verður stefndi ekki sýknaður af kröfum stefnanda vegna þess að málareksturinn hafi tapast að hluta til,“ segir jafnframt í dómnum sem sjá má í heild sinni hér. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmanna á áttræðisaldri til þess að greiða skuld upp á tæplega 700 þúsund krónur, með dráttarvöxtum, en það var lögmannsstofa Lúðvíks Bergvinssonar, Bonafide, sem stefndi manninum vegna skuldarinnar. Fram kemur í dómnum að í maí 2015 hafi maðurinn veitt lögfræðingi hjá lögmannsstofu Lúðvíks umboð til að annast fyrirsvar fyrir hann vegna hugsanlegs ágreinings við nágranna vegna uppsetningar á girðingu. Í umboðinu fólst aðstoð og fyrirsvar við bréfaskriftir, kröfugerð, sáttatilraunir og málflutningur fyrir héraðsdómi eftir atvikum. Í framhaldinu gerði lögfræðingurinn kröfu hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum um að lögbann yrði lagt við því að nágranninn myndi reisa girðingu við lóðamörk á milli eigna þeirra í Eyjum.Mótmælti ekki tímaskráningu lögfræðingsins vegna málsins „Var lögbannið lagt á og höfðaði stefndi staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Suðurlands og var kveðinn upp í því dómur 5. apríl 2016. Voru dómkröfur stefnda, sem var þá stefnandi staðfestingarmálsins, að lögbannið yrði staðfest og að viðurkennt yrði að nágrannanum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin, auk málskostnaðarkröfu. Var lögbannið staðfest, en stefndi í því máli sýknaður af kröfu um að honum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin. Var málskostnaður felldur niður,“ segir í dómnum um lyktir þess máls fyrir dómstólum. Fram kemur í þingbók staðfestingarmálsins að bæði umræddur lögfræðingur sem sótti þing og Lúðvík Bergvinsson hafi komið að vinnu við málið einnig. „Kveður stefnandi að við framangreindan málarekstur hafi verið unnir 26,8 klukkutímar af hálfu stefnanda í þágu stefnda og hefur verið lögð fram tímaskýrsla um það. Hafa verið lagðir fram 3 reikningar stefnanda til stefnda, innheimtubréf, milliinnheimtuviðvaranir, lokaaðvaranir og löginnheimtubréf vegna innheimtu skuldarinnar, en stefnandi kveður stefnda ekki hafa greitt og er því ekki mótmælt. Mótmælir stefndi heldur ekki tímaskráningu stefnanda,“ segir í dómnum.Hélt að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki“ í Reykjavík Maðurinn hafi hins vegar neitað að greiða reikningana þar sem hann hafi talið að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki í Reykjavík.“ Þá hafi lögfræðingurinn talað um að kostnaðurinn við málareksturinn yrði um 10 þúsund krónur og að aldrei hafi verið gerð fyrir öllum þessum kostnaði sem skuldin hljóðaði upp á. Dómurinn hafnar þessari málsástæðu mannsins með öllu, segir hana ósannaða og auk þess „fráleitt“ að ætla að lögfæði- og lögmannsþjónusta líkt og maðurinn keypti af Bonafide myndi ekki kosta meira en 10 þúsund krónur. Þá var það jafnframt álit dómsins að með því að leita til lögmannsstofunnar hafi maðurinn undirgengist samningssamband við stofuna um að honum væri veitt lögfræðiaðstoð og þjónusta við málarekstur sinn. „Þá verður að telja ósannað að stefndi hafi ekki vitað um þær dómkröfur sem hann hafi gert í téðu dómsmáli, enda verður stefndi ekki sýknaður af kröfum stefnanda vegna þess að málareksturinn hafi tapast að hluta til,“ segir jafnframt í dómnum sem sjá má í heild sinni hér.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira