Sautján manna hópur æfir í vikunni

Pedersen og aðstoðarmenn hans höfðu áður valið 20 manna hóp til æfinga nú um helgina þar sem keppst var um laus sæti í lokahópnum, en í honum voru fyrir 10 leikmenn. Nú hefur hópurinn verið skorinn niður í 17 en 12 manna lokahópurinn verður kynntur á fimmtudaginn.
Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sú að Tryggvi Snær Hlinason kemur ekki til landsins fyrr en á föstudaginn og það vantar menn á æfingar. Því gripu landsliðsþjálfararnir til þessa til að gefa ungum mönnum séns á að kynnast þessu umhverfi.
Hópurinn er svo skipaður:
Breki Gylfason, Haukar
Emil Barja, Haukar
Haukur Helgi Pálsson, Cholet Basket
Hjálmar Stefánsson, Haukar
Hlynur Bæringsson, Haukar
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket
Jón Arnór Stefánsson, KR
Kári Jónsson, Haukar
Kristófer Acox, KR
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Martin Hermannsson, Chalons-Reims
Ólafur Ólafsson, Grindavík
Pavel Ermolinskij, KR
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóll
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Njarðvík
Tryggvi Snær Hlinason, Valencia
Tengdar fréttir

Finnur Freyr: Mér sárnaði umræðan svakalega
"Mér sárnaði umræðan svakalega og þetta er búið að liggja þungt á mér."

Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta”
Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi.

Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á
Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær.

Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg"
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina.

Finnur Freyr: „Hefur hvarflað að mér að hætta hjá KKÍ“
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, íhugar að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari, en mikið hefur verið rætt og ritað um körfuboltalandsliðið í kjölfar æfingarhelgar sem var um helgina.