Erlent

Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“

Samúel Karl Ólason skrifar
El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey. Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í síðasta mánuði.
El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey. Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í síðasta mánuði. Vísir/AFP
Bretland og Bandaríkin eiga í viðræðum um hvort og hvar rétta eigi yfir síðustu „Bítlunum“ sem handsamaðir voru í Sýrlandi í síðasta mánuði. Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna.

Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, leiðtogi hinna svokölluðu Bítla var feldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi. Kotey og Elsheikh eru því síðustu meðlimir hópsins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ vegna einkennandi hreims þeirra þar sem þeir eru allir frá London.

Samkvæmt frétt BBC hafa mennirnir verið sviptir ríkisborgararétti sínum en embættismenn Bandaríkjanna og Bretlands eiga þó í viðræðum um hvað gera eigi við þá.



Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, sagði stjórnvöld Bretlands staðráðin í að réttað yrði yfir þeim. Þó er ekki vitað hvar. Meðal þess sem kemur til greina er að rétta yfir þeim í Alþjóðlega sakamáladómstólnum og jafnvel að senda þá til Guantanamo fangabúðanna á Kúbu.

Vitað er að Bítlarnir myrtu minnst sjö gísla ISIS. Þrjá frá Bandaríkjunum, tvo frá Bretlandi og tvo frá Japan. Þeir eru einnig sagðir hafa pyntað fangana.


Tengdar fréttir

Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda

Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×