Nú segist Till vilja berjast við Dos Anjos í Brasilíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2018 12:00 Till er hér að þjarma að Cowboy Cerrone. vísir/getty Englendingurinn Darren Till er augljóslega ekki með það efst á óskalistanum sínum að berjast við Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagst hafa áhuga á að berjast við okkar mann. Till gat ekki barist við Gunnar í London í þessum mánuði vegna meiðsla en er búinn að ná sér og farinn að æfa af fullum krafti. Því var rætt um að setja á bardaga hjá honum gegn Gunnari í lok maí. Þá er líklega bardagakvöld í Dublin. Till sagði að Gunnar kæmi vel til greina sem andstæðingur en hann hefur samt lengi verið með Stehpen „Wonderboy“ Thompson efstan á sínum óskalista. Nú hefur Till boðist til þess að mæta Brasilíumanninum Rafael dos Anjos á UFC 224 sem fer fram þann 12. maí í Rio de Janeiro. Till kann vel við sig í Brasilíu eftir að hafa búið þar lengi og þar á hann líka dóttur. „Það væri skemmtilegt. Hann er vinsæll þarna og ég bjó í Brasilíu, á aðdáendur þar og tala tungumálið. Ég held að sá bardagi myndi selja vel ef hann er tilbúinn. Ég veit að hann er að bíða eftir Tyron Woodley en það lítur ekki út fyrir að Woodley ætli að berjast aftur,“ sagði Till. Ef Brasilía gengur ekki upp er Till spenntur fyrir því að sýna sig í Bandaríkjunum. Þá í bardaga gegn Thompson, Kamaru Usman eða augnapotaranum Santiago Ponzinibbio. Bardagi gegn Gunnari í Dublin er því augljóslega ekki efstur á óskalistanum. MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30 Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Englendingurinn Darren Till er augljóslega ekki með það efst á óskalistanum sínum að berjast við Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagst hafa áhuga á að berjast við okkar mann. Till gat ekki barist við Gunnar í London í þessum mánuði vegna meiðsla en er búinn að ná sér og farinn að æfa af fullum krafti. Því var rætt um að setja á bardaga hjá honum gegn Gunnari í lok maí. Þá er líklega bardagakvöld í Dublin. Till sagði að Gunnar kæmi vel til greina sem andstæðingur en hann hefur samt lengi verið með Stehpen „Wonderboy“ Thompson efstan á sínum óskalista. Nú hefur Till boðist til þess að mæta Brasilíumanninum Rafael dos Anjos á UFC 224 sem fer fram þann 12. maí í Rio de Janeiro. Till kann vel við sig í Brasilíu eftir að hafa búið þar lengi og þar á hann líka dóttur. „Það væri skemmtilegt. Hann er vinsæll þarna og ég bjó í Brasilíu, á aðdáendur þar og tala tungumálið. Ég held að sá bardagi myndi selja vel ef hann er tilbúinn. Ég veit að hann er að bíða eftir Tyron Woodley en það lítur ekki út fyrir að Woodley ætli að berjast aftur,“ sagði Till. Ef Brasilía gengur ekki upp er Till spenntur fyrir því að sýna sig í Bandaríkjunum. Þá í bardaga gegn Thompson, Kamaru Usman eða augnapotaranum Santiago Ponzinibbio. Bardagi gegn Gunnari í Dublin er því augljóslega ekki efstur á óskalistanum.
MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30 Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25
Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30
Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00
Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45