Traust og vandvirkni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun