Eykon kærir Orkustofnun fyrir sviptingu Drekaleyfis Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2018 20:15 Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy. Mynd/Stöð 2. Orkustofnun afturkallaði í dag leyfi Eykons Energy til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Eykon telur ákvörðunina lögbrot og hyggst kæra hana til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Þegar félögin CNOOC og Petoro drógu sig út úr olíuleitinni fyrir sex vikum áætlaði Orkustofnun að kostnaður við leitina væri kominn yfir fimm milljarða króna. Því er skiljanlegt að íslenska félagið Eykon vilji halda leyfinu. „Okkar svar er að við teljum þá ekki hafa sýnt fram á það að þeir hafi efnahagslega og tæknilega burði til þess að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru. Það eru miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá og halda svona leyfi,“ sagði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Framkvæmdastjóri Eykons, Gunnlaugur Jónsson, segir félagið ósátt við ákvörðun Orkustofnunar og ósammála forsendum hennar og að hún verði borin undir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að fá henni hnekkt. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro drógu sig út í janúar en Eykon vill halda leyfinu.Grafík/Stöð 2. „Eykon telur ákvörðunina ekki reista á lögmætum grunni, þar sem ákvæða stjórnsýslulaga og meginreglna stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt. Ákvörðun Orkustofnunar um afturköllun leyfisins er afar íþyngjandi og að mati Eykons hefði Orkustofnun átt að beita vægari úrræðum áður en til afturköllunar kom,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu fyrir hönd Eykons. Orkumálastjóri telur ótímabært að afskrifa íslenskt olíuævintýri, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Orkustofnun afturkallaði í dag leyfi Eykons Energy til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Eykon telur ákvörðunina lögbrot og hyggst kæra hana til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Þegar félögin CNOOC og Petoro drógu sig út úr olíuleitinni fyrir sex vikum áætlaði Orkustofnun að kostnaður við leitina væri kominn yfir fimm milljarða króna. Því er skiljanlegt að íslenska félagið Eykon vilji halda leyfinu. „Okkar svar er að við teljum þá ekki hafa sýnt fram á það að þeir hafi efnahagslega og tæknilega burði til þess að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru. Það eru miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá og halda svona leyfi,“ sagði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Framkvæmdastjóri Eykons, Gunnlaugur Jónsson, segir félagið ósátt við ákvörðun Orkustofnunar og ósammála forsendum hennar og að hún verði borin undir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að fá henni hnekkt. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro drógu sig út í janúar en Eykon vill halda leyfinu.Grafík/Stöð 2. „Eykon telur ákvörðunina ekki reista á lögmætum grunni, þar sem ákvæða stjórnsýslulaga og meginreglna stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt. Ákvörðun Orkustofnunar um afturköllun leyfisins er afar íþyngjandi og að mati Eykons hefði Orkustofnun átt að beita vægari úrræðum áður en til afturköllunar kom,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu fyrir hönd Eykons. Orkumálastjóri telur ótímabært að afskrifa íslenskt olíuævintýri, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00