Eykon kærir Orkustofnun fyrir sviptingu Drekaleyfis Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2018 20:15 Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy. Mynd/Stöð 2. Orkustofnun afturkallaði í dag leyfi Eykons Energy til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Eykon telur ákvörðunina lögbrot og hyggst kæra hana til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Þegar félögin CNOOC og Petoro drógu sig út úr olíuleitinni fyrir sex vikum áætlaði Orkustofnun að kostnaður við leitina væri kominn yfir fimm milljarða króna. Því er skiljanlegt að íslenska félagið Eykon vilji halda leyfinu. „Okkar svar er að við teljum þá ekki hafa sýnt fram á það að þeir hafi efnahagslega og tæknilega burði til þess að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru. Það eru miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá og halda svona leyfi,“ sagði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Framkvæmdastjóri Eykons, Gunnlaugur Jónsson, segir félagið ósátt við ákvörðun Orkustofnunar og ósammála forsendum hennar og að hún verði borin undir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að fá henni hnekkt. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro drógu sig út í janúar en Eykon vill halda leyfinu.Grafík/Stöð 2. „Eykon telur ákvörðunina ekki reista á lögmætum grunni, þar sem ákvæða stjórnsýslulaga og meginreglna stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt. Ákvörðun Orkustofnunar um afturköllun leyfisins er afar íþyngjandi og að mati Eykons hefði Orkustofnun átt að beita vægari úrræðum áður en til afturköllunar kom,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu fyrir hönd Eykons. Orkumálastjóri telur ótímabært að afskrifa íslenskt olíuævintýri, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Orkustofnun afturkallaði í dag leyfi Eykons Energy til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Eykon telur ákvörðunina lögbrot og hyggst kæra hana til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Þegar félögin CNOOC og Petoro drógu sig út úr olíuleitinni fyrir sex vikum áætlaði Orkustofnun að kostnaður við leitina væri kominn yfir fimm milljarða króna. Því er skiljanlegt að íslenska félagið Eykon vilji halda leyfinu. „Okkar svar er að við teljum þá ekki hafa sýnt fram á það að þeir hafi efnahagslega og tæknilega burði til þess að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru. Það eru miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá og halda svona leyfi,“ sagði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Framkvæmdastjóri Eykons, Gunnlaugur Jónsson, segir félagið ósátt við ákvörðun Orkustofnunar og ósammála forsendum hennar og að hún verði borin undir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að fá henni hnekkt. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro drógu sig út í janúar en Eykon vill halda leyfinu.Grafík/Stöð 2. „Eykon telur ákvörðunina ekki reista á lögmætum grunni, þar sem ákvæða stjórnsýslulaga og meginreglna stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt. Ákvörðun Orkustofnunar um afturköllun leyfisins er afar íþyngjandi og að mati Eykons hefði Orkustofnun átt að beita vægari úrræðum áður en til afturköllunar kom,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu fyrir hönd Eykons. Orkumálastjóri telur ótímabært að afskrifa íslenskt olíuævintýri, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00