Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 17:41 Lögregluþjónar standa vörð við heimili Skripal. Vísir/AFP Fyrrverandi rússneski njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri samkvæmt lögreglu og liggja þau þungt haldin á gjörgæslu. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. Tveir lögregluþjónar og sjúkraflutningamaður urðu einnig fyrir áhrifum efnisins. Annar lögregluþjónninn er í alvarlegu ástandi. Lögreglan hefur ekki gefið upp um hvers konar taugaeitur sé að ræða.Vísir/GraphicNewsSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins.Sjá einnig: Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnaraSamkvæmt umfjöllun Guardian er lögreglan í Bretlandi meðal annars að rannsaka hver framkvæmdi árásina, hvort meira sé af taugaeitri í Bretlandi og hvaðan það kom.Efnavopnasérfræðingar segja Guardian að nánast sé ómögulegt að framleiða taugaeitur án mikillar þekkingar og þjálfunar. Þar að auki þurfi sérstakan búnað.If Russia found responsible then US will have to impose new sanctions under the 1991 Chemical and Biological Weapons Control Act--we just slapped those on North Korea for the use of VX to assassinate Kiim Jong Namhttps://t.co/VXn58bBxcl— Gregory Koblentz (@gregkoblentz) March 7, 2018 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Fyrrverandi rússneski njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri samkvæmt lögreglu og liggja þau þungt haldin á gjörgæslu. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á sunnudaginn. Talið er að um árás hafi verið að ræða og er málið rannsakað sem morðtilraun. Tveir lögregluþjónar og sjúkraflutningamaður urðu einnig fyrir áhrifum efnisins. Annar lögregluþjónninn er í alvarlegu ástandi. Lögreglan hefur ekki gefið upp um hvers konar taugaeitur sé að ræða.Vísir/GraphicNewsSergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins.Sjá einnig: Senda Rússum tóninn vegna undarlegra veikinda njósnaraSamkvæmt umfjöllun Guardian er lögreglan í Bretlandi meðal annars að rannsaka hver framkvæmdi árásina, hvort meira sé af taugaeitri í Bretlandi og hvaðan það kom.Efnavopnasérfræðingar segja Guardian að nánast sé ómögulegt að framleiða taugaeitur án mikillar þekkingar og þjálfunar. Þar að auki þurfi sérstakan búnað.If Russia found responsible then US will have to impose new sanctions under the 1991 Chemical and Biological Weapons Control Act--we just slapped those on North Korea for the use of VX to assassinate Kiim Jong Namhttps://t.co/VXn58bBxcl— Gregory Koblentz (@gregkoblentz) March 7, 2018
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira