Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 11:01 Sérsveitin fór inn í hús við Ægisíðu á ellefta tímanum í morgun og var einn maður leiddur út í járnum. vísir/egill Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi. Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. „Tilkynningin sem barst var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það og var sérsveit ríkislögreglustjóra fengin til aðstoðar. Vinnu á vettvangi verður framhaldið, en rannsókn málsins er á frumstigi og því er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu. Það var um klukkan 08:45 í morgun sem fjöldi lögreglubíla sást bruna vestur Hringbraut. Lá leið þeirra að Hagamel, rétt ofan við Úlfarsfell, þar sem leigubíll af stærri gerðinni hafði verið stöðvaður. Blaðamaður Vísis á vettvangi sá lögreglufólk ræða við leigubílstjóra og farþega sem var illa farinn í andliti, líkt og eftir líkamsárás. Nágranni sem Vísir ræddi við kvaðst hafa séð tvo færða af vettvangi af lögreglu, þar með talinn farþegann sem var særður í andliti.Umferð lokað um Ægisíðu og fólki sagt að halda sig innandyra Um klukkan níu barst tilkynning frá lögreglu þar sem sagði að lögregluaðgerð stæði yfir við Ægisíðu en ekki væri unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla lokaði svo skömmu síðar umferð um Ægisíðu frá gatnmótunum við Hofsvallagötu að gatnamótunum við Kaplaskjólsveg. Á vettvangi voru vopnaðir sérsveitarmenn og virtist aðgerð lögreglu beinast að húsi á Ægisíðu gegnt bensínstöð N1. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi lék grunur á að fólk væri vopnað. Var að minnsta kosti einn sérsveitarmaður vopnaður riffli, tilbúinn til að bregðast við.Einn leiddur út í járnum Sérsveitin gerði bensínstöðina að bækistöð sinni, var starfsfólki þar gert að halda sig innan dyra sem og starfsfólki Borðsins, veitingastaðar við Ægisíðu, og þá var því beint til starfsfólks leikskólans Ægisborgar á Ægisíðu að fara ekki út með börnin að óþörfu. Það var síðan á ellefta tímanum sem fimm sérsveitarmenn fóru inn í húsið við Ægisíðu sem er beint á móti bensínstöðinni. Voru að minnsta kosti tveir þeirra vopnaðir skotvopni og einn þeirra með skjöld. Skömmu síðar var einn maður leiddur út úr húsinu í járnum og inn í lögreglubíl. Fóru lögreglumenn síðan með fíkniefnahund inn í húsið. Ægisíðan var ekki löngu síðar opnuð aftur fyrir umferð en lögreglan var enn með aðgerðir inni í húsinu sjálfu.Fréttin var uppfærð klukkan 11:17. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu sem Vísir var með á meðan aðgerðir lögreglu voru í gangi sem og upptöku frá beinni útsendingu Vísis frá vettvangi.
Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04