Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Mjanmarskir hermenn við landamærin við Bangladess. Vísir/Epa „Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar halda áfram,“ sagði Andrew Gilmour, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, í gær. Sagði hann mjanmarska herinn halda áfram að hrella þjóðflokkinn. Herinn væri til að mynda að svelta Róhingja. Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið til Mjanmar. Herinn hefur hins vegar alla tíð haldið því fram að barist sé við skæruliða úr þjóðflokknum, sjónum sé ekki og hafi aldrei verið beint að almennum borgurum. „Ég held að það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af því sem ég hef séð og heyrt í Cox Bazar,“ sagði Gilmour enn fremur og vísaði þar til flóttamannabúða í Bangladess. Þar hafa Róhingjar sagt frá fjöldamorðum, íkveikjum og nauðgunum sem þeir hafa orðið fyrir. Gilmour sagði enn fremur að eðli ofsóknanna væri breytt. Ekki væri lengur um hrottaleg morð og fjöldanauðganir að ræða. Frekar væri einblínt á að valda ótta og vísvitandi svelta Róhingja. Yfirvöld í Bangladess og Mjanmar hafa rætt saman um að Róhingjarnir verði sendir aftur heim. Gilmour sagði hins vegar óhugsandi að það yrði öruggt. „Ríkisstjórn Mjanmar segir alþjóðasamfélaginu að ríkið sé tilbúið að taka aftur á móti flóttamönnunum en á sama tíma halda hermenn hennar áfram að hrekja fleiri Róhingja til Bangladess.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
„Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar halda áfram,“ sagði Andrew Gilmour, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda, í gær. Sagði hann mjanmarska herinn halda áfram að hrella þjóðflokkinn. Herinn væri til að mynda að svelta Róhingja. Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið til Mjanmar. Herinn hefur hins vegar alla tíð haldið því fram að barist sé við skæruliða úr þjóðflokknum, sjónum sé ekki og hafi aldrei verið beint að almennum borgurum. „Ég held að það sé ekki hægt að draga neina aðra ályktun af því sem ég hef séð og heyrt í Cox Bazar,“ sagði Gilmour enn fremur og vísaði þar til flóttamannabúða í Bangladess. Þar hafa Róhingjar sagt frá fjöldamorðum, íkveikjum og nauðgunum sem þeir hafa orðið fyrir. Gilmour sagði enn fremur að eðli ofsóknanna væri breytt. Ekki væri lengur um hrottaleg morð og fjöldanauðganir að ræða. Frekar væri einblínt á að valda ótta og vísvitandi svelta Róhingja. Yfirvöld í Bangladess og Mjanmar hafa rætt saman um að Róhingjarnir verði sendir aftur heim. Gilmour sagði hins vegar óhugsandi að það yrði öruggt. „Ríkisstjórn Mjanmar segir alþjóðasamfélaginu að ríkið sé tilbúið að taka aftur á móti flóttamönnunum en á sama tíma halda hermenn hennar áfram að hrekja fleiri Róhingja til Bangladess.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00 Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Róhingjar funduðu með yfirvöldum Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja. 21. febrúar 2018 06:00
Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00
Hyggjast refsa sextán fyrir Róhingjamorð Yfirvöld í Mjanmar ætla að refsa sjö hermönnum, þremur lögreglumönnun og sex almennum borgurum sem voru viðriðnir dráp á Róhingjum í Rakhine-héraði. 12. febrúar 2018 06:00