Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson skrifar 6. mars 2018 08:47 Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Nú er komin töluverð reynsla á þetta fyrirkomulag innan borgarkerfisins og meðal borgarbúa, og hefur þátttaka í kosningum aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Skýrist það sennilega af því að sífellt meira er lagt í umgjörð og kynningu á Hverfinu mínu. Þetta er lifandi verkefni þar sem stöðugt er hugað að því að bæta virknina og horfa til þess hvar má laga ferlin að þörfum íbúana. Í þessu samhengi er rétt að minna á að Hverfið mitt fer í raun fram í þremur umferðum. Fyrst er hugmyndum safnað meðal íbúa, þær teknar áfram og greindar innan borgarkerfisins og svo sendar inn í kosningu í samstarfi við hverfisráð í hverju hverfi fyrir sig. Þá fer fram sjálf kosningin en þar kjósa íbúar milli þeirra hugmynda sem komust í gegnum fyrstu umferð. Loks er farið í að framkvæma þær hugmyndir sem hlutu kosningu. Eitt sem kannski einna helst hefur verið gagnrýnt í ferlinu er að fólk upplifir stundum skort á gagnsæi gagnvart því af hverju hugmyndir komust ekki áfram í kosninguna. Væntingarnar eru kannski til dæmis þær að fyrst hugmyndin fékk góðan stuðning strax í fyrstu umferð þá hljóti hún að komast áfram – en svo er hún slegin út af því hún passar ekki inn í þær kröfur sem borgarkerfið gerir. Eðlilega spyr fólk sig þá gjarnan hvort það taki því yfir höfuð að reyna. Þó fjölmörg dæmi séu líka til um að fólki hafi gengið vel að koma sínum hugmyndum áfram og upplifað þar sigra, þá eru mikil sóknarfæri hér. Það þarf að flétta ferlið betur inn í borgarkerfið strax frá fyrsta stigi svo höfundar hugmynda upplifi að þeir „séu með“ alveg frá upphafi. Þetta er algjörlega eðlilegt og rökrétt næsta skref í þróun á verkefni af þessu tagi. Ég get nefnilega alveg sagt það að borgarfulltrúar upplifa oft mjög svipað, að okkar hugmyndir falla ekki alveg að kerfinu. Við höfum samt allavega tækifæri til þess að vera í stöðugu samtali við kerfið um okkar hugmyndir og getum þróað þær áfram og ýtt á eftir þeim. Það er þar sem valdamunurinn á borgarfulltrúa og almennum borgarbúa liggur eins og er. Borgarfulltrúi getur fylgt hugmynd sinni eftir en borgarbúi sendir bara inn hugmynd og fær svo bara „Já“ eða „Nei“. Markmiðið með íbúalýðræðinu hlýtur að vera að færa borgarbúa stöðugt nær kerfinu og leyfa þeim að setja sig raunverulega í stellingar borgarfulltrúa, þó ekki sé nema tímabundið og í afmörkuðum verkefnum til að byrja með. Þess vegna verður þetta árið unnið með að vera vakandi fyrir því að vera í auknu samráði við hugmyndahöfunda, samanber tillögu sem samþykkt var í stjórnkerfis- og lýðræðisráði þann 12. febrúar. Í greinargerð með þeirri tillögu segir að „Lagt er til að sett verði í forgang að hafa samband við höfunda hugmynda sem fá mikinn stuðning eða umræðu á hugmyndasöfnunarvefnum, hugmynda sem eru ekki tækar í verkefnið eins og þær eru sendar inn en mætti með einhverjum breytingum laga að reglum verkefnisins, og hugmynda sem mikil hugsun og vinna virðist hafa verið lögð í. Þannig er reynt að draga fram vilja íbúa betur sem og styðja við höfunda við útfærslu hugmynda sinna.“ Til að styðja við þessa aðferðafræði tæknilega er núna boðið upp á að lýsa hugmyndum með ítarlegri og ríkari hætti en áður hefur verið. Hægt er að skrifa mun lengri lýsingar á hugmyndum en áður, hengja skjöl við þær og gefa upp tengilið sem hafa má samband við upp á nánari útfærslu á hugmyndinni. Hugmyndasöfnunin stendur yfir á hverfidmitt.is og lýkur 20. mars. Vertu með alla leið! Höfundur er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun