Sampoli lét þessa óánægju sína í ljós þegar hann hitti blaðamann í tilefni af vali hans á leikmannhópnum fyrir vináttulandsleiki við Spán og Ítalíu seinna í þessum mánuði.
„Það er engin óskastaða að vera spila leiki á móti Spáni, Ítalíu og Ísrael og Tapia forseti veit alveg hver skoðun mín er á þessu,“ sagði Jorge Sampoli en heimasíða argentínska landsliðsins segir frá þessu.
„Ég hefði viljað spila þennan leik við Ísrael í Barcelona en við verðum að fylgja þessu. Tapia sagði mér að hjá þessu verði ekki komist,“ sagði Jorge Sampoli.
Argentínska landsliðið æfir saman í Barcelona frá 1. til 8. júní en flýgur svo til Tel Aviv þar sem liðið mætir Ísrael í vináttulandsleik, nákvæmlega viku fyrir leikinn á móti Íslandi á HM.
Argentina's European based list of players for this month's friendly matches. No Mauro Icardi or Paulo Dybala. pic.twitter.com/FvzRBkyC82
— Roy Nemer (@RoyNemer) March 1, 2018
„Dybala, Gomez og Icardi eru allt leikmenn sem við þekkjum mjög vel. Við viljum skoða aðra leikmenn núna til samanburðar. Þessir tveir leikir munu ekki gera útslagið fyrir einn eða neinn,“ sagði Sampoli.