Jóhanna vill að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Framsókn og Sjálfstæðisflokknum Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. mars 2018 16:47 Jóhanna Sigurðardóttir segir að stjórnvöld hafi lítið sem ekkert lært af hruninu. Vísir/Arnar Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Stj.mál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur enga trú á að núverandi ríkisstjórn endist út kjörtímabilið. Þetta sagði hún í ávarpi á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Þá kallaði hún eftir baráttu gegn misskiptingu auðs í heiminum og kallaði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn spillingarflokkana. „Ríkisstjórnir undir forystu íhaldsaflanna hafa þrisvar sinnum hrökklast frá á síðastliðnu kjörtímabili vegna trúnaðarbrests, spillingar og siðrofs milli þings og þjóðar. Það er vissulega þyngra en tárum taki að þessir flokkar hafa lítið lært af hruninu eða tekið mark á rannsóknarskýrslu Alþingis,“ sagði Jóhanna. Þá sagði hún að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir jafnréttistefnu innan Íslands enda væri ójöfnuður vaxandi í heiminum. „Það er óþolandi fyrir íslenska þjóð að Ísland sé talið spilltast Norðurlanda vegna fárra einstaklinga sem geta ekki haft taumhald á græðgi sinni.“Telur rétt að Samfylkingin beini spjótum sínum að „spillingarflokkunum“ Jóhanna sagði að mikilvæg tækifæri væru á hinu pólitíska taflborði fyrir Samfylkinguna og að flokkurinn væri aftur á leið að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. „Allir flokkar sem hafa boðið fram síðan 2013 hafa lagt höfuðáherslu á jöfnuð og velferð í kosningabaráttum en flestir gleymt þeim kosningaloforðum um leið og kjörstöðum er lokað. Þar liggja sóknarfæri jafnaðarmanna.“ Jafnframt sagði hún að flokkurinn mætti ekki vera hræddur við að leita til vinstri og ætti í auknu mæli að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Við höfum í of langan tíma verið of hrædd við að skilgreina okkur sem jafnaðarmenn og vinstri flokk. Við höfum verið of mikið að reyna að sanna að við séum líka hægra megin við miðjuna. Þetta hefur breyst sem betur fer,“ segir fyrrum forsætisráðherrann. „Ég tel rétt að Samfylkingin beini meira spjótum sínum meira að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, spillingarflokknum, en í minna mæli að Vinstri grænum þrátt fyrir að þau hafi um stund villst af leið. Þeir eru okkar samherjar og geta orðið það fyrr en okkur órar fyrir því ég hef enga trú á að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir.
Stj.mál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira