Enski boltinn

Mino Raiola þvertekur fyrir ósætti milli Pogba og Mourinho

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Paul Pogba, leikmaður Manchester United.
Paul Pogba, leikmaður Manchester United. Vísir/Getty
Umboðsmaðurinn litríki, Mino Raiola, segir ekkert til í sögusögnum um ósætti milli skjólstæðings síns, Paul Pogba og knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð franska miðjumannsins á Old Trafford og vilja einhverjir meina að Raiola sé að vinna á bak við tjöldin um að koma kappanum til Real Madrid.

,,Ég flyt ekki menn hingað og þangað. Ég er hvorki leigubíll né flugvél. Ef hlutirnir ganga ekki upp er ég tilbúinn að sinna mínu starfi, sem er að finna lausnir fyrir félög eða leikmenn."

,,Við eigum ekki í neinu stríði við Mourinho. Paul er einbeittur á að vinna til verðlauna með Manchester United," segir Raiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×