Kristmann Óttar Guðmundsson skrifar 3. mars 2018 11:00 Las á dögunum merkilega bók eftir Sigurjón Magnússon, Borgir og eyðimerkur, sem fjallar um einn dag í lífi Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu bókmenntaheimili. Kalda stríðið var í algleymingi og heitasta deiluefnið var herinn á Miðnesheiði. Listamenn voru flestir vinstri sinnaðir hernámsandstæðingar undir forystu bókmenntapáfans Kristins E. Andréssonar. Hann var Stalínisti af gamla skólanum og bilaði aldrei í trúnni. Á mínu heimili ríkti bókmenntafræðilegur rétttrúnaður. Litið var á Halldór Laxness eins og Jesú Krist, lærisveinarnir voru rithöfundar sem fylgdu réttri línu. Djöfullinn sjálfur og árar hans voru höfundar sem efuðust um óskeikulleika Kristins E. og annarra helgra manna. Fremstur í þeim fjandaflokki var einmitt Kristmann Guðmundsson. Menn gátu reiknað með miklum velvilja Kristins og kó ef þeir hjóluðu í Kristmann. Thor Vilhjálmsson réðst að honum af slíkri heift að Kristmann ákvað að fara í meiðyrðamál. Málaferlin snerust upp í farsa þar sem Kristmann fór halloka. Í bók Sigurjóns bíður hann niðurstöðu dómsins. Hann rifjar upp átök við samferðamenn sína og lítur beiskur um öxl. Kristmann var í raun skotspónn skipulagðs pólitísks eineltis þar sem hann var úthrópaður sem ritþjófur, ofbeldismaður og kvennajagari. Bækur hans voru afskrifaðar sem einskis verðar vinnukonubókmenntir. Þessi hjarðhegðun minnir reyndar á samfélagsmiðla samtímans. Það var tími til kominn að einhver tæki upp hanskann fyrir Kristmann og sýndi manneskjuna bak við níðmyndina. Sagan gekk reyndar í lið með Kristmanni. Búið er að kasta pólitískum skoðunum Kristins E. á öskuhauga sögunnar. Rómantískur sósíalismi Kristmanns er ráðandi á öllum framboðslistum. Svona eru vegir réttlætisins órannsakanlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Las á dögunum merkilega bók eftir Sigurjón Magnússon, Borgir og eyðimerkur, sem fjallar um einn dag í lífi Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar. Ég var alinn upp á vinstri sinnuðu bókmenntaheimili. Kalda stríðið var í algleymingi og heitasta deiluefnið var herinn á Miðnesheiði. Listamenn voru flestir vinstri sinnaðir hernámsandstæðingar undir forystu bókmenntapáfans Kristins E. Andréssonar. Hann var Stalínisti af gamla skólanum og bilaði aldrei í trúnni. Á mínu heimili ríkti bókmenntafræðilegur rétttrúnaður. Litið var á Halldór Laxness eins og Jesú Krist, lærisveinarnir voru rithöfundar sem fylgdu réttri línu. Djöfullinn sjálfur og árar hans voru höfundar sem efuðust um óskeikulleika Kristins E. og annarra helgra manna. Fremstur í þeim fjandaflokki var einmitt Kristmann Guðmundsson. Menn gátu reiknað með miklum velvilja Kristins og kó ef þeir hjóluðu í Kristmann. Thor Vilhjálmsson réðst að honum af slíkri heift að Kristmann ákvað að fara í meiðyrðamál. Málaferlin snerust upp í farsa þar sem Kristmann fór halloka. Í bók Sigurjóns bíður hann niðurstöðu dómsins. Hann rifjar upp átök við samferðamenn sína og lítur beiskur um öxl. Kristmann var í raun skotspónn skipulagðs pólitísks eineltis þar sem hann var úthrópaður sem ritþjófur, ofbeldismaður og kvennajagari. Bækur hans voru afskrifaðar sem einskis verðar vinnukonubókmenntir. Þessi hjarðhegðun minnir reyndar á samfélagsmiðla samtímans. Það var tími til kominn að einhver tæki upp hanskann fyrir Kristmann og sýndi manneskjuna bak við níðmyndina. Sagan gekk reyndar í lið með Kristmanni. Búið er að kasta pólitískum skoðunum Kristins E. á öskuhauga sögunnar. Rómantískur sósíalismi Kristmanns er ráðandi á öllum framboðslistum. Svona eru vegir réttlætisins órannsakanlegir.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar