Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 13:15 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27
Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01