Sem fyrr var stutt í grín og glens hjá strákunum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þeir tóku saman helstu mistök og klaufaskap umferðarinnar undir merkjum liðsins Hætt'essu.
Það var nóg um misheppnaðar sendingar, eitt skot sem endaði í ljósmyndaranum og stórkostlega lélegt vítakast.
Skúringar á meðan á leiknum stendur og myndatökumaður sem sofnaði aðeins á verðinum og sýndi okkur upp í rjáfur.
Þetta stórskemmtilega myndband má sjá í spilaranum hér að ofan.
