Þyngdi sig um tíu kíló til að keppa í boxi | Þetta var ógeðslegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 20:30 Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan. Box Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Aðeins tvær konur tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum um síðustu helgi. Önnur þeirra varð að þyngja sig um heil tíu kíló svo hún fengi keppnisrétt á mótinu. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, er gríðarlega öflug hnefaleikakona en henni gengur illa að fá andstæðinga hér á landi því mögulegir andstæðingar forðast hana eins og heitan eldinn. Til þess að fá bardaga á Íslandsmótinu um síðustu helgi varð hún að fara upp um fimm þyngdarflokka en það þýddi að hún varð að bæta á sig tíu kílóum. „Ég þurfti sem sagt að vera lágmark 64 kíló. Ég er allajafna í kringum 55 kíló og vil helst keppa í 54,5 kg flokki. Hún var tíu kílóum þyngri en ég er ég steig inn í hringinn. Sama dag og ég vigtaði mig inn át ég á mig þrjú kíló. Ég át endalaust og drakk tvo lítra af vatni. Þannig náði ég þyngd,“ segir Imma létt. Þó svo andstæðingur Immu, Kristín Sif, hafi verið tíu kílóum þyngri þá vann Imma samt bardagann. Þessi undirbúningur fyrir mótið var henni samt ekki að skapi. „Þetta var ógeðslegt. Ég hef aldrei upplifað hvað það er erfitt að éta svona mikið. Samt hefur mér alltaf fundist gott að borða. Það hefur ekki verið vandamál en þarna fékk ég ógeð af mat,“ segir Imma en hvað var hún að borða? „Bara allt og ég leyfði mér allt. Það gekk illa að þyngja mig fyrst og þá byrjaði ég að háma í mig sykur. Ég hef aldrei verið fyrir neina próteindrykki en þarna fékk ég mér „gainera“ sem einhverjir kraftakallar drekka. Ég hrúgaði í mig mat rétt fyrir svefninn. Nutella og allt.“ Sjá má viðtalið við Immu hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira