Sjónvarpsfólk missti andlitið eftir skrautlega smökkun Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2018 10:30 Hallgrímur smakkaði frumlegan súkkulaðieftirrétt í beinni í gær. RÚV Hin árlega matreiðsluveisla Food and Fun hófst í gær og var fjallað um hátíðina í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Fréttamaðurinn Hallgrímur Indriðason var mættur í beina útsendingu frá veitingastaðnum Marshall úti á Granda. Þar ræddi hann við Leif Kolbeins, veitingamann á Marshall restaurant, en hann hefur tekið þátt í hátíðinni í tuttugu ár í röð. Tuttugu veitingarstaðir taka þátt í Food and Fun að þessu sinni. Leifur gaf Hallgrími að smakka súkkulaðieftirrétt þar sem meðal annars mátti finna ferskan ríkotta ost og heslihnetur. Það sem vakti sérstaka athygli voru viðbrögð Hallgríms þegar hann bragðaði á réttinum og sagði fréttamaðurinn: „Þetta er ljómandi gott en ég hef aldrei bragðað neitt þessu líkt. Þetta er mjög sérstök blanda en virkilega góð,“ sagði Hallgrímur í beinni útsendingu á RÚV í gærkvöldi. Ekki voru fréttamennirnir í myndveri RÚV sannfærðir um að Hallgrímur væri að segja alveg sannleikann, ef marka má viðbrögð Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur og Hauks Harðarsonar en bæði voru þau í stökustu vandræðum að halda niðri í sér hlátrinum. Twitter-notandinn Ólafur Thors vakti athygli á málinu í gærkvöldi og sagði hann: „My man smakkaði svo góða súpu að hann fékk heilablóðfall í beinni.“my man smakkaði svo góða súpu að hann fékk heilablóðfall í beinni pic.twitter.com/3YGks6J7VB — Olé! (@olitje) February 28, 2018Sjá má innslagið í heild sinni á vefsíðu RÚV. Matur Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
Hin árlega matreiðsluveisla Food and Fun hófst í gær og var fjallað um hátíðina í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Fréttamaðurinn Hallgrímur Indriðason var mættur í beina útsendingu frá veitingastaðnum Marshall úti á Granda. Þar ræddi hann við Leif Kolbeins, veitingamann á Marshall restaurant, en hann hefur tekið þátt í hátíðinni í tuttugu ár í röð. Tuttugu veitingarstaðir taka þátt í Food and Fun að þessu sinni. Leifur gaf Hallgrími að smakka súkkulaðieftirrétt þar sem meðal annars mátti finna ferskan ríkotta ost og heslihnetur. Það sem vakti sérstaka athygli voru viðbrögð Hallgríms þegar hann bragðaði á réttinum og sagði fréttamaðurinn: „Þetta er ljómandi gott en ég hef aldrei bragðað neitt þessu líkt. Þetta er mjög sérstök blanda en virkilega góð,“ sagði Hallgrímur í beinni útsendingu á RÚV í gærkvöldi. Ekki voru fréttamennirnir í myndveri RÚV sannfærðir um að Hallgrímur væri að segja alveg sannleikann, ef marka má viðbrögð Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur og Hauks Harðarsonar en bæði voru þau í stökustu vandræðum að halda niðri í sér hlátrinum. Twitter-notandinn Ólafur Thors vakti athygli á málinu í gærkvöldi og sagði hann: „My man smakkaði svo góða súpu að hann fékk heilablóðfall í beinni.“my man smakkaði svo góða súpu að hann fékk heilablóðfall í beinni pic.twitter.com/3YGks6J7VB — Olé! (@olitje) February 28, 2018Sjá má innslagið í heild sinni á vefsíðu RÚV.
Matur Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira