Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 15:15 Mark Zuckerberg stofnaði Facebook og er einn ríkasti maður heims Vísir/Getty Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins. Facebook Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins.
Facebook Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira