Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2018 06:53 Kim Jong-un er sagður hafa talað afdráttarlaust um að ríki hans myndi stöðva kjarnorkuáætlun sína. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu ríkisins. Haft er eftir ráðherranum, Kang Kyung-wha, á vef Guardian að Suður-Kórea hafi beðið um skýra staðfestingu frá stjórnvöldum Norður-Kóreu um að ríkið myndi stöðva kjarnorkumálaáætlun sína og segir utanríkisráðherrann að Kim sjálfur hafi veitt hana. Tíðindin eru sögð góður undanfari fyrir hugsanlegan fund Norður-Kóreu og Bandaríkjamanna í maí. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrir rúmlega viku síðan að hann ætlaði sér að setjast niður með Kim Jong-un eftir að suður-kóreskir embættismenn lýstu því yfir að leiðtogi hins einangraða ríkis væri opinn fyrir því að hætta þróun kjarnavopna. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur síðarnefnda ríkið ekkert tjáð sig opinberlega um málið. Því er ekki enn hægt að fullyrða með vissu hvort af honum verði. Fulltrúar Norður-Kóreu hafa þó verið á faraldsfæti síðustu daga. Erindreki ríkisins átti til að mynda fundi í Finnlandi með Suður-Kóreumönnum og fulltrúum Bandaríkjastjórnar í gærkvöldi. Fyrsta dagskrármál þess fundar er sagt hafa verið fundur Kim og Trump í maí. Að sama skapi var greint frá því fyrir helgi að sendinefnd Norður-Kóreu væri stödd í Stokkhólmi. Þar ræddu sænsk yfirvöld við utanríkisráðherra Norður-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna. Í frétt á vef sænska utanríkisráðuneytisins segir hins vegar að viðræður Svíþjóðar og Norður-Kóreu hafi að mestu snúist um stöðu mála á Kóreu-skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48 Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. 16. mars 2018 08:48
Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu munu hittast í þrijða sinn í næsta mánuði. 16. mars 2018 15:28
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30