Kynslóðaskipti í þungavigt UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2018 01:28 Volkov kláraði Werdum með tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Vísir/Getty Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30