Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. mars 2018 09:44 Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Vísir/Stefán Eftir að Costco hóf að selja jarðarber á lægra kílóverði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa innlendir samkeppnisaðilar og framleiðendur neyðst til að bregðast við. Jarðarberjaverðstríð ríkir nú þar sem matvöruverslanir keppast margar við að bjóða sem hagstæðast verð á berjunum, sem Íslendingar virðast svo sólgnir í. Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. Athugunin leiddi í ljós að 118 prósenta verðmunur er á ódýrasta og dýrasta kílóinu af innfluttum jarðarberjum. Aðeins ein verslun bauð upp á íslensk ber, sem skýrist af því að jarðarberjavertíðin er ekki hafin. Íslensku berin reyndust ríflega þrefalt dýrari en þau ódýrustu innfluttu. Fréttablaðið sagði frá því í febrúar að innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum átjánfaldaðist í fyrra vegna opnunar Costco. Jarðarberin hafa verið ein söluhæsta vara Costco frá opnun en innflutningur fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Aðrar verslanir og íslenskir framleiðendur tóku á sig högg vegna þessa. Nú virðast samkeppnisaðilar vera búnir að ná vopnum sínum og að því er virðist hagstæðari innkaupum erlendis.Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi ýmislegt í ljós.Vísir/StefánÍ verðathugun Fréttablaðsins í haust kostaði kílóið af jarðarberjum 1.266 kr. í Costco en stendur nú í 1.542 krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu bjóða nú Bónus, Krónan og Nettó öll lægra kílóverð á sínum innfluttu jarðarberjum. Aðeins Hagkaup eru með hærra verð en Costco í könnuninni. Krónan selur sömu bandarísku Driscoll’s-jarðarber og Costco, í minni einingum þó, á 3 krónum lægra kílóverði en Costco. Bónus hefur undanfarið boðið kíló af spænskum jarðarberjum á 1.098 krónur. Eftir leit í þremur verslunum á föstudag fengust þær upplýsingar hjá verslunarstjóra einnar þeirra að berin væru uppseld í öllum verslunum. Blaðamaður hafði skráð hjá sér verðið á fimmtudag í Kauptúni, en ódýrustu berin virðast búin í bili. Nettó átti næstlægsta kílóverðið, 1.442 krónur kílóið, og var eina verslunin sem bauð upp á íslensk jarðarber. Kílóverðið á íslensku berjunum er fjarri því að vera samkeppnishæft, 3.445 krónur. Dýrustu innfluttu berin voru í Hagkaupum, á 2.396 krónur kílóið. Íslenskir jarðarberjabændur fóru ekki varhluta af komu Costco í fyrra eins og fjallað hefur verið um. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þó enn eftirspurn eftir framleiðslunni. Salan hafi vissulega dregist saman fyrst en því hafi verið mætt með verðlækkunum. Þegar upp var staðið hafi lítið farið til spillis. „Við seldum á afslætti svo auðvitað urðu tekjur minni og þá var uppskeran í haust vonbrigði. En við seldum nær öll berin. Íslenska jarðarberjavertíðin fer af stað í næsta mánuði og lítur bara mjög vel út og framtíðin er björt hjá íslenskum jarðarberjabændum. Það er enn mikil eftirspurn hjá kaupmönnum og neytendum.“ Athugun Fréttablaðsins var gerð fimmtudaginn 15. mars í Bónus og Costco í Kauptúni og föstudaginn 16. mars í verslunum Nettó og Krónunnar á Granda og Hagkaupi í Kringlunni. Skráð var niður ódýrasta uppgefna kílóverð á jarðarberjum. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Eftir að Costco hóf að selja jarðarber á lægra kílóverði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa innlendir samkeppnisaðilar og framleiðendur neyðst til að bregðast við. Jarðarberjaverðstríð ríkir nú þar sem matvöruverslanir keppast margar við að bjóða sem hagstæðast verð á berjunum, sem Íslendingar virðast svo sólgnir í. Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. Athugunin leiddi í ljós að 118 prósenta verðmunur er á ódýrasta og dýrasta kílóinu af innfluttum jarðarberjum. Aðeins ein verslun bauð upp á íslensk ber, sem skýrist af því að jarðarberjavertíðin er ekki hafin. Íslensku berin reyndust ríflega þrefalt dýrari en þau ódýrustu innfluttu. Fréttablaðið sagði frá því í febrúar að innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum átjánfaldaðist í fyrra vegna opnunar Costco. Jarðarberin hafa verið ein söluhæsta vara Costco frá opnun en innflutningur fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Aðrar verslanir og íslenskir framleiðendur tóku á sig högg vegna þessa. Nú virðast samkeppnisaðilar vera búnir að ná vopnum sínum og að því er virðist hagstæðari innkaupum erlendis.Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi ýmislegt í ljós.Vísir/StefánÍ verðathugun Fréttablaðsins í haust kostaði kílóið af jarðarberjum 1.266 kr. í Costco en stendur nú í 1.542 krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu bjóða nú Bónus, Krónan og Nettó öll lægra kílóverð á sínum innfluttu jarðarberjum. Aðeins Hagkaup eru með hærra verð en Costco í könnuninni. Krónan selur sömu bandarísku Driscoll’s-jarðarber og Costco, í minni einingum þó, á 3 krónum lægra kílóverði en Costco. Bónus hefur undanfarið boðið kíló af spænskum jarðarberjum á 1.098 krónur. Eftir leit í þremur verslunum á föstudag fengust þær upplýsingar hjá verslunarstjóra einnar þeirra að berin væru uppseld í öllum verslunum. Blaðamaður hafði skráð hjá sér verðið á fimmtudag í Kauptúni, en ódýrustu berin virðast búin í bili. Nettó átti næstlægsta kílóverðið, 1.442 krónur kílóið, og var eina verslunin sem bauð upp á íslensk jarðarber. Kílóverðið á íslensku berjunum er fjarri því að vera samkeppnishæft, 3.445 krónur. Dýrustu innfluttu berin voru í Hagkaupum, á 2.396 krónur kílóið. Íslenskir jarðarberjabændur fóru ekki varhluta af komu Costco í fyrra eins og fjallað hefur verið um. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þó enn eftirspurn eftir framleiðslunni. Salan hafi vissulega dregist saman fyrst en því hafi verið mætt með verðlækkunum. Þegar upp var staðið hafi lítið farið til spillis. „Við seldum á afslætti svo auðvitað urðu tekjur minni og þá var uppskeran í haust vonbrigði. En við seldum nær öll berin. Íslenska jarðarberjavertíðin fer af stað í næsta mánuði og lítur bara mjög vel út og framtíðin er björt hjá íslenskum jarðarberjabændum. Það er enn mikil eftirspurn hjá kaupmönnum og neytendum.“ Athugun Fréttablaðsins var gerð fimmtudaginn 15. mars í Bónus og Costco í Kauptúni og föstudaginn 16. mars í verslunum Nettó og Krónunnar á Granda og Hagkaupi í Kringlunni. Skráð var niður ódýrasta uppgefna kílóverð á jarðarberjum.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00