Trúarjátningin Óttar Guðmundsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun