Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 31-27 | ÍR í úrslitakeppni Skúli Arnarson skrifar 18. mars 2018 21:45 Sveinn og félagar eru komnir í úrslitakeppni. Vísir/Valgarður Það fór fram hörku leikur í Austurbergi í kvöld þegar ÍR lagði Fram af velli með 31 marki gegn 27. Fyrir leikinn sat Fram í níunda sæti Olís deildarinnar með 16 stig en ÍR voru sæti fyrir ofan með 20 stig. Fram gat í besta falli náð ÍR að stigum en aðeins tvær umferðir voru eftir í deildinni fyrir leiki kvöldsins. Ef að liðin enda jöfn að stigum er það innbyrgðis markatala sem telur en ÍR sigruðu Fram með átta marka mun í Safamýrinni fyrr á tímabilinu. Það var því ljóst frá fyrstu mínútu að Fram beið erfitt verkefni í kvöld, en Fram þurfti að vinna ÍR með að minnsta kosti níu marka mun til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var í járnum fyrstu mínúturnar en ÍR-ingar voru alltaf skrefinu á undan og náðu þriggja marka forystu þegar um 20 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik. Sá munur hélst óbreyttur í hálfleik og var staðan 14-11 í hálfleik, ÍR-ingum í vil og nokkuð ljóst að Fram þyrftu rétt rúmlega kraftaverk ef þeir ætluðu sér að eiga möguleika á áttunda sætinu. Leiðinlegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Jón Kristinn Björgvinsson leikmaður ÍR meiddist á hné, en hann var borinn útaf seint í fyrri hálfleik. ÍR-ingar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleikinn og komu muninum snemma upp í fimm mörk í stöðunni 18-13. Þegar um korter lifði leiks voru ÍR-ingar 21-16 yfir en þá tóku Fram við sér og og náðu að jafna leikinn í 24-24 þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Það virtist hins vegar vera að endurkoman hafi dregið talsverðan kraft úr Fram liðinu en þeir töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á síðustu fimm mínútum leiksins og ÍR-ingar gengu á lagið og sigruðu að lokum með fjórum mörkum, 31-27.Afhverju vann ÍR leikinn? ÍR spilaði mjög grimma vörn og Grétar var góður í markinu, sem skilaði þeim þriggja marka forskoti í hálfleik, en Fram voru í vandræðum með að fá álitleg færi í fyrri hálfleik. Í kjölfarið á þessari góðu vörn fengu ÍR mörg hraðaupphlaup. ÍR voru svo einfaldlega sniðugri á lokakaflanum á meðan Fram tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum.Hverjir stóðu upp úr? Í liði ÍR var voru þeir Þrándur Gíslason og Bergvin Þór Gíslason sem skoruðu flest mörk, 7 talsins. Næstur á eftir þeim kom Sturla Ásgeirsson með 6 mörk. Fyrir Fram var Arnar Birkir atkvæðamestur með 10 mörk en næstur á eftir honum kom Andri Þór Helgason með 5 mörk. Grétar Ari var einnig frábær í ÍR markinu með 20 varða bolta og Viktor Gísli Hallgrímsson gaf honum lítið eftir í Fram markinu með 18 varða bolta.Hvað gekk illa? Fram áttu erfitt með að leysa aggressíva vörn ÍR framan af leik og töpuðu boltanum alltof oft á mikilvægum augnablikum í leiknum.Hvað gerist næst? Hvorugt þessara liða spila leiki sem hafa mikla þýðingu í síðustu umferð en ÍR mætir Aftureldingu í leik sem skiptir ÍR engu máli og Fram mætir ÍBV í leik sem skiptir Fram engu máli en gæti skipt sköpum fyrir ÍBV í toppbaráttunni. Bjarni: Væri til í að fara aftur í Herjólf frá Þorlákshöfn „Ég er ánægður með að hafa sigrað og að við séum búnir að tryggja okkur áttunda sætið“, sagði Bjarni Fritzson strax eftir leik. „Mér fannst við góðir í dag, sérstaklega fannst mér fyrri hálfleikurinn mjög vel spilaður varnarlega og mér fannst við fínir sóknarlega þrátt fyrir að hafa ekki verið að nýta færin okkar neitt sérstaklega vel í dag, en Viktor varði frekar mikið af dauðafærum í dag.“ „Ég var ánægður að Fram skyldi hafa gefið okkur leik hérna í lokin því að þá fáum við meira út úr þessu og fengum að sigra spennuleik.“ ÍR urðu fyrir áfalli í leiknum þegar Jón Kristinn Björgvinsson meiddist illa. „Við misstum Jón Kristinn í það sem virðist vera krossbandsslit og það fyrsta sem maður er að hugsa er að maður er bara hrikalega svekktur fyrir hans hönd. Jón er búinn að koma mjög vel inn í liðið okkar og það er bara sorg í hjarta yfir því. Að öðru leyti er frábært að fá Begga inn í dag, sem komst í gegnum leikinn vel.“ Spurður að því hvort hann ætti sér einhverja óskamótherja í átta liða úrslitum sagði Bjarni að hann væri til í að fá Eyjamenn. „Ég væri mjög mikið til í að fá ÍBV svo ég geti fengið að fara aftur í Herjólf frá Þorlákshöfn.“Sturla: Verðum að halda mönnum meiðslafríum „Góður sigur í leik sem var bara hörkuleikur, gaman að vinna og tryggja sig inn í úrslitakeppni,“ sagði Sturla Ásgeirsson sem átti góðan leik fyrir ÍR í dag með sex mörk. Aðspurður að því hvað ÍR geta bætt fyrir úrslitakeppnina sagði Sturla að þeir geti alltaf bætt sig. „Við getum að sjálfsögðu alltaf bætt okkur. Við getum minnkað mistökin og verið þéttari í vörninni þannig að það er mikið sem hægt er að skoða áður en að við byrjum í úrslitakeppninni.“ Sturla sagði að mikilvægt væri að halda mönnum heilum í síðasta leiknum sem ÍR á í deildinni. „Við verðum að halda mönnum meiðslafríum, missum einn í meiðsli í dag og við viljum að sjálfsögðu ekki fá fleiri í þann pakka.“ „Mér finn holningin á liðinu vera góð fyrir úrslitakeppnina. Menn eru að koma til baka úr meiðslum og eru að ná fyrri styrk og mér finnst liðið hafa verið á réttri leið nánast í allan vetur, með smá bakslögum,“ sagði Sturla að lokum. Guðmundur: Erum ekki með breiðari hóp „Við erum bara klaufar í dag. Við mættum ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik og það var bara aðeins of seint. Við erum að elta ÍR heillengi og erum að rétta þeim alltof marga auðvelda bolta sem er eitthvað sem við þurfum bara að læra af,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram strax eftir leik. „Þrátt fyrir það tek ég ekkert af ÍR í dag, þeir spiluðu frábæra vörn og fengu frábæra markvörslu sem við réðum illa við, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Guðmundi fannst Fram ekki vera orðnir þreyttir í lokin eftir að hafa náð að jafna leikinn í 24-24. „Mér fannst við ekki vera orðnir þreyttir. Fyrst og fremst erum við bara að tapa boltanum tvisvar þegar við erum manni fleiri á þessum tíma, sem er eitthvað sem á ekki að gerast.“ „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við stefndum á úrslitakeppnina allan tímann og ætluðum okkur að fara þangað, það er ekkert leyndarmál. Meiðsli og annað slíkt sem, framan af vetri, voru erfið fyrir okkur og því miður erum við ekki með breiðari hóp. Ég hef samt sem áður tröllatrú á þessum drengjum og þeir eiga eftir að koma sterkir til baka. Við höfum alveg sýnt það í vetur að við getum alveg strítt öllum þessum stóru liðum,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla
Það fór fram hörku leikur í Austurbergi í kvöld þegar ÍR lagði Fram af velli með 31 marki gegn 27. Fyrir leikinn sat Fram í níunda sæti Olís deildarinnar með 16 stig en ÍR voru sæti fyrir ofan með 20 stig. Fram gat í besta falli náð ÍR að stigum en aðeins tvær umferðir voru eftir í deildinni fyrir leiki kvöldsins. Ef að liðin enda jöfn að stigum er það innbyrgðis markatala sem telur en ÍR sigruðu Fram með átta marka mun í Safamýrinni fyrr á tímabilinu. Það var því ljóst frá fyrstu mínútu að Fram beið erfitt verkefni í kvöld, en Fram þurfti að vinna ÍR með að minnsta kosti níu marka mun til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn var í járnum fyrstu mínúturnar en ÍR-ingar voru alltaf skrefinu á undan og náðu þriggja marka forystu þegar um 20 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik. Sá munur hélst óbreyttur í hálfleik og var staðan 14-11 í hálfleik, ÍR-ingum í vil og nokkuð ljóst að Fram þyrftu rétt rúmlega kraftaverk ef þeir ætluðu sér að eiga möguleika á áttunda sætinu. Leiðinlegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Jón Kristinn Björgvinsson leikmaður ÍR meiddist á hné, en hann var borinn útaf seint í fyrri hálfleik. ÍR-ingar mættu grimmir til leiks í seinni hálfleikinn og komu muninum snemma upp í fimm mörk í stöðunni 18-13. Þegar um korter lifði leiks voru ÍR-ingar 21-16 yfir en þá tóku Fram við sér og og náðu að jafna leikinn í 24-24 þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Það virtist hins vegar vera að endurkoman hafi dregið talsverðan kraft úr Fram liðinu en þeir töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á síðustu fimm mínútum leiksins og ÍR-ingar gengu á lagið og sigruðu að lokum með fjórum mörkum, 31-27.Afhverju vann ÍR leikinn? ÍR spilaði mjög grimma vörn og Grétar var góður í markinu, sem skilaði þeim þriggja marka forskoti í hálfleik, en Fram voru í vandræðum með að fá álitleg færi í fyrri hálfleik. Í kjölfarið á þessari góðu vörn fengu ÍR mörg hraðaupphlaup. ÍR voru svo einfaldlega sniðugri á lokakaflanum á meðan Fram tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum.Hverjir stóðu upp úr? Í liði ÍR var voru þeir Þrándur Gíslason og Bergvin Þór Gíslason sem skoruðu flest mörk, 7 talsins. Næstur á eftir þeim kom Sturla Ásgeirsson með 6 mörk. Fyrir Fram var Arnar Birkir atkvæðamestur með 10 mörk en næstur á eftir honum kom Andri Þór Helgason með 5 mörk. Grétar Ari var einnig frábær í ÍR markinu með 20 varða bolta og Viktor Gísli Hallgrímsson gaf honum lítið eftir í Fram markinu með 18 varða bolta.Hvað gekk illa? Fram áttu erfitt með að leysa aggressíva vörn ÍR framan af leik og töpuðu boltanum alltof oft á mikilvægum augnablikum í leiknum.Hvað gerist næst? Hvorugt þessara liða spila leiki sem hafa mikla þýðingu í síðustu umferð en ÍR mætir Aftureldingu í leik sem skiptir ÍR engu máli og Fram mætir ÍBV í leik sem skiptir Fram engu máli en gæti skipt sköpum fyrir ÍBV í toppbaráttunni. Bjarni: Væri til í að fara aftur í Herjólf frá Þorlákshöfn „Ég er ánægður með að hafa sigrað og að við séum búnir að tryggja okkur áttunda sætið“, sagði Bjarni Fritzson strax eftir leik. „Mér fannst við góðir í dag, sérstaklega fannst mér fyrri hálfleikurinn mjög vel spilaður varnarlega og mér fannst við fínir sóknarlega þrátt fyrir að hafa ekki verið að nýta færin okkar neitt sérstaklega vel í dag, en Viktor varði frekar mikið af dauðafærum í dag.“ „Ég var ánægður að Fram skyldi hafa gefið okkur leik hérna í lokin því að þá fáum við meira út úr þessu og fengum að sigra spennuleik.“ ÍR urðu fyrir áfalli í leiknum þegar Jón Kristinn Björgvinsson meiddist illa. „Við misstum Jón Kristinn í það sem virðist vera krossbandsslit og það fyrsta sem maður er að hugsa er að maður er bara hrikalega svekktur fyrir hans hönd. Jón er búinn að koma mjög vel inn í liðið okkar og það er bara sorg í hjarta yfir því. Að öðru leyti er frábært að fá Begga inn í dag, sem komst í gegnum leikinn vel.“ Spurður að því hvort hann ætti sér einhverja óskamótherja í átta liða úrslitum sagði Bjarni að hann væri til í að fá Eyjamenn. „Ég væri mjög mikið til í að fá ÍBV svo ég geti fengið að fara aftur í Herjólf frá Þorlákshöfn.“Sturla: Verðum að halda mönnum meiðslafríum „Góður sigur í leik sem var bara hörkuleikur, gaman að vinna og tryggja sig inn í úrslitakeppni,“ sagði Sturla Ásgeirsson sem átti góðan leik fyrir ÍR í dag með sex mörk. Aðspurður að því hvað ÍR geta bætt fyrir úrslitakeppnina sagði Sturla að þeir geti alltaf bætt sig. „Við getum að sjálfsögðu alltaf bætt okkur. Við getum minnkað mistökin og verið þéttari í vörninni þannig að það er mikið sem hægt er að skoða áður en að við byrjum í úrslitakeppninni.“ Sturla sagði að mikilvægt væri að halda mönnum heilum í síðasta leiknum sem ÍR á í deildinni. „Við verðum að halda mönnum meiðslafríum, missum einn í meiðsli í dag og við viljum að sjálfsögðu ekki fá fleiri í þann pakka.“ „Mér finn holningin á liðinu vera góð fyrir úrslitakeppnina. Menn eru að koma til baka úr meiðslum og eru að ná fyrri styrk og mér finnst liðið hafa verið á réttri leið nánast í allan vetur, með smá bakslögum,“ sagði Sturla að lokum. Guðmundur: Erum ekki með breiðari hóp „Við erum bara klaufar í dag. Við mættum ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik og það var bara aðeins of seint. Við erum að elta ÍR heillengi og erum að rétta þeim alltof marga auðvelda bolta sem er eitthvað sem við þurfum bara að læra af,“ sagði Guðmundur Helgi, þjálfari Fram strax eftir leik. „Þrátt fyrir það tek ég ekkert af ÍR í dag, þeir spiluðu frábæra vörn og fengu frábæra markvörslu sem við réðum illa við, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Guðmundi fannst Fram ekki vera orðnir þreyttir í lokin eftir að hafa náð að jafna leikinn í 24-24. „Mér fannst við ekki vera orðnir þreyttir. Fyrst og fremst erum við bara að tapa boltanum tvisvar þegar við erum manni fleiri á þessum tíma, sem er eitthvað sem á ekki að gerast.“ „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við stefndum á úrslitakeppnina allan tímann og ætluðum okkur að fara þangað, það er ekkert leyndarmál. Meiðsli og annað slíkt sem, framan af vetri, voru erfið fyrir okkur og því miður erum við ekki með breiðari hóp. Ég hef samt sem áður tröllatrú á þessum drengjum og þeir eiga eftir að koma sterkir til baka. Við höfum alveg sýnt það í vetur að við getum alveg strítt öllum þessum stóru liðum,“ sagði Guðmundur að lokum.