Sjáið einstaka sýningu Julio Borba Telma Tómasson skrifar 16. mars 2018 17:30 Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba. Stöð 2 Sport Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig. Hestar Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Sjá meira
Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig.
Hestar Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Sjá meira