Sjáið einstaka sýningu Julio Borba Telma Tómasson skrifar 16. mars 2018 17:30 Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba. Stöð 2 Sport Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig. Hestar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Portúgalski reiðlistamaðurinn Julio Borba tók þátt í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum og átti einstaka sýningu á gæðingnum Glampa frá Ketilsstöðum, en hann kom fram sem leynivopn liðs Gangmyllunnar. Leynikeppendur eru nýlunda hjá Meistaradeildinni, en liðin sem samkvæmt reglum eru skipuð fimm knöpum geta keypt inn og teflt fram utanaðkomandi knapa í einstökum greinum sýnist þeim svo. Fjórir nýir knapar tóku þátt í keppni í gæðingafimi í TM reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi og var Julio Borba einn af þeim. Mikil leynd hvíldi yfir komu hans í braut og var ekki ljóst hvert væri leynivopn Gangmyllunnar fyrr en meistarinn sjálfur mætti. Rætur Julio Borba liggja í klassískri reiðmennsku sem endurspeglaðist í einstakri sýningu hans á Glampa og uppskar hann efsta sætið eftir forkeppni og einkunnina, 7,90. Þetta er í fyrsta sem hann keppir á Íslandi og hvernig var tilfinningin? „Ég var hvílíkt stressaður og það var frábært að klára sýninguna,“ sagði Borba brosandi og ögn andstuttur eftir forkeppnina. „Ég var með frábæran hest, ungan, en með mikla getu og ótrúlegt geðslag.“ Glampi frá Ketilsstöðum er ungur stóðhestur, aðeins sjö vetra gamall, og var ekki jafn ferskur í A-úrslitum og hann hafði verið í forkeppninni, enda álag mikið á hesti í sýningu í gæðingafimi. J. Borba endaði í öðru sæti eftir úrslitasýningu sína með einkunnina 7,91. Sýninguna í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en sýnt var beint frá keppninni á Stöð 2 sport.J. Borba er þekktur og eftirsóttur reiðkennari um allan heim, en hann hefur í meira en áratug komið til Íslands og kennt íslenskum knöpum reiðlist. Hann hefur með starfi sínu haft mikil áhrif á reiðmennsku hérlendis og margir af helstu afreksknöpum landsins sækja reglulega reiðtíma hjá Borba. Hann segist mjög hændur að landinu og hér sé nánast hans annað heimili. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi: 1. Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 8.23 2. Julio Borba Glampi frá Ketilsstöðum 7.91 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 7.59 4. Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.49 5. Mette Mannseth Karl frá Torfunesi 7.48 6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli 7.31Gangmyllan leiðir Liðsplattinn fyrir gæðingafimi fór til Gangmyllunnar sem J. Borba keppti fyrir, en Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum, sem er í sama liði, stóð rétt fyrir utan úrslit. Söfnuðu þau sameiginlega flestum stigum í þessari keppnisgrein. Þrjú stigahæstu liðin í Meistaradeildinni eru sem stendur: Gangmyllan með 180 stig, Top Reiter með 176,5 stig og Auðsholtshjáleiga með 162,5 stig.
Hestar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira